29 sep. 2007Nú er formannafundi KKÍ nýlokið en fundurinn var haldinn í morgun í húsakynnum Íþróttasambands Íslands í Laugardal. Á fundinum voru ýmis málefni rædd fyrir komandi körfuboltatímabil enda í mörg horn að líta. Sigríður Helga Stefánsdóttir, fulltrúi Iceland Express, kom á fundinn og kynnti fyrir formönnum félaga ýmsa hluti sem stefnt er á að vinna í samstarfi við félögin á komandi tímabili. Einnig kom Sverrir Karlsson og kynnti LED auglýsingaskjái sem hugsaðir eru fyrir beinar útsendingar á íþróttaviðburðum. Góð stemning var á fundinum og menn sammála um að halda áfram að auka framgang körfuboltans á Íslandi.
Formannafundur KKÍ var haldinn í dag
29 sep. 2007Nú er formannafundi KKÍ nýlokið en fundurinn var haldinn í morgun í húsakynnum Íþróttasambands Íslands í Laugardal. Á fundinum voru ýmis málefni rædd fyrir komandi körfuboltatímabil enda í mörg horn að líta. Sigríður Helga Stefánsdóttir, fulltrúi Iceland Express, kom á fundinn og kynnti fyrir formönnum félaga ýmsa hluti sem stefnt er á að vinna í samstarfi við félögin á komandi tímabili. Einnig kom Sverrir Karlsson og kynnti LED auglýsingaskjái sem hugsaðir eru fyrir beinar útsendingar á íþróttaviðburðum. Góð stemning var á fundinum og menn sammála um að halda áfram að auka framgang körfuboltans á Íslandi.