27 sep. 2007Snæfell sigraði Njarðvík í seinni undanúrslitaleik Powerade bikarkeppninnar sem fram fór í Laugardalshöll í kvöld. Það verða því KR og Snæfell sem mætast í úrslitaleiknum á sunnudag. Snæfell hafði frumkvæðið framan af og leiddu í hálfleik. Njarðvíkingar áttu góðan sprett í þriðja leikhluta og náðu að komast yfir. Leikurinn var í járnum um tíma en Snæfell náði svo góðri forystu í fjórða leikhluta. Njarðvíkingar reyndu þá að tefla fram lágvöxnu liði og pressuðu Snæfell af miklum krafti. Þessi leikaðferð virkaði og Njarðvík komst aftur inn í leikinn. Snæfell var þó sterkari á lokakaflanum og náði að halda auka muninn aftur og halda forystunni. Lokatölur leiksins urðu 79-85. Justin Shouse var besti maður vallarins í kvöld. Hann stýrði leik Snæfells eins og herforingi, skoraði 24 stig hitti úr 9 af 12 skotum sínum utan af velli, tók 8 stig og sendi 7 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson var næst stigahæstur hjá Snæfelli með 17 stig. Brenton Birmingham var stigahæstur hjá Njarðvík með 24 stig og sendi 6 stoðsendingar.