21 sep. 2007Það er nú orðið ljóst að aðeins munu leika sjö lið í Iceland Expressdeild kvenna í vetur. Fyrr í sumar ákvað Breiðablik að senda ekki lið til þátttöku í deildinni og var því kannaður hugur allra liða sem munu taka þátt í 1. deildinni í vetur. Það var ekki fyrr en komið var að nýliðum 1. deildarinnar sem nýtt lið í Iceland Expressdeildina fannst. Valsstúlkur munu taka sæti Breiðabliks en Valur hefur ekki sent kvennalið til þátttöku síðan veturinn 1995-96. Þetta þýddi þó það að ÍS mun ekki senda lið því allir leikmenn ÍS gengu til liðs við Val. Það verða því einungis sjö lið í deildinni og leikin fjórfjöld umferð, tuttugu og fjórir leikir á lið en [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2008/00002685.htm[v-]keppni[slod-] hefst 13. október með þremur leikjum.