18 sep. 2007Greifa og Kaupþingsmótið var haldið um síðustu helgi á Akureyri. 8 lið tóku þátt í mótinu og það var lið Skallagríms sem stóð uppi sem sigurvegari. Skallagrímur sigraði lið Snæfells í úrslitaleik mótsins 74-70. Snæfell varð því í öðru sæti og lið KR í því þriðja. Alexander Dungal, leikmaður Vals, var stighæstur á mótinu með 24,75 stig að meðaltali í leik. Justin Shouse, leikmaður Snæfells var næstur honum með 23,5 stig að meðaltali. Sigurlið Skallagríms skoraði flest stigin að meðaltali en þeir fengu líka flest stig á sig. Hægt er að lesa meira um leikina[v+]http://thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=2600[v-] á heimasíðu Þórs[slod-]. Þar er einnig búið að taka saman [v+]http://thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=2605[v-]helstu tölfræðiþættina[slod-] á mótinu.
Skallagrímur vann Greifa og Kaupþingsmótið
18 sep. 2007Greifa og Kaupþingsmótið var haldið um síðustu helgi á Akureyri. 8 lið tóku þátt í mótinu og það var lið Skallagríms sem stóð uppi sem sigurvegari. Skallagrímur sigraði lið Snæfells í úrslitaleik mótsins 74-70. Snæfell varð því í öðru sæti og lið KR í því þriðja. Alexander Dungal, leikmaður Vals, var stighæstur á mótinu með 24,75 stig að meðaltali í leik. Justin Shouse, leikmaður Snæfells var næstur honum með 23,5 stig að meðaltali. Sigurlið Skallagríms skoraði flest stigin að meðaltali en þeir fengu líka flest stig á sig. Hægt er að lesa meira um leikina[v+]http://thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=2600[v-] á heimasíðu Þórs[slod-]. Þar er einnig búið að taka saman [v+]http://thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=2605[v-]helstu tölfræðiþættina[slod-] á mótinu.