15 sep. 2007Íslenska kvennalandsliðið endaði Evrópusumar íslensku landsliðanna með glæsilegum 62-67 sigri á Írum í Dublin í kvöld. Íslensku stelpurnar lögðu grunninn að sigrinum með því að skora 18 stig í röð í kringum hálfleikshléð og ná með því 17 stiga forskoti í leiknum. Íslenska liðið tryggði sér með þessum fyrsta útisigri liðsins í Evrópukeppni þriðja sætið í riðlinum en það verða lið Hollands og Noregs sem fara í umspilið. Helena Sverrisdóttir átti stórleik með íslenska liðinu í kvöld, skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Írska liðið byrjaði leikinn betur, komst í 4-0, 13-6 og 17-9 en góður endasprettur í lok fyrsta leikhlutans kom muninum niður í fjögur stig, 19-15, fyrir lok hans. Íslensku stelpurnar héldu áfram að bæta stöðu sína í öðrum leikluta og Helena Sverrisdóttir kom íslenska liðinu yfir í fyrsta sinn, 25-26, með glæsilegri körfu og víti að auki sem hún setti niður. Helena jók muninn i 25-28 með baráttukörfu eftir sóknarfrákast en Írarnir náðu aftur forustunni, 29-28 þegar 1 mínúta og 50 sekúndur voru eftir af hálfleiknum. Þá fór í hönd einn besti leikkafli kvennalandsliðsins í langan tíma þegar íslensku stelpurnar breyttu stöðunni úr 29-28 í 29-46. Írska liðið skoraði ekki í 6 mínútur og 41 sekúndu á meðan að íslenska liðið skoraði 18 stig í röð. Staðan í hálfleik var 29-35 og íslenska liðið hóf síðan seinni hálfleikinn með því að skora 11 fyrstu stig hans. Írska liðið var þó ekki á því að gefast upp og þrjár þriggja stiga körfur Lindsey Peat í röð á síðustu þremur mínútum þriðja leikhlutans hjálpaði heimastúlkum að minnka muninn niður í sjö stig, 45-52. Munurinn var hinsvegar aftur kominn upp í ellefu stig, 45-56, eftir glæsilega þriggja stiga körfu Margrétar Köru Sturludóttur um leið og flautan gall. Lokaleikhlutinn reyndi mikið á íslenska liðið, Írarnir komust upp með að spila mjög fast og fyrir vikið datt takturinn úr leik íslensku stelpnanna. Írska liðið minnkaði muninn jafnt og þétt og komst næst íslenska liðinu með því að minnka muninn í 60-63 þegar 37 sekúndur voru eftir. Íslensku stelpurnar ætluðu ekki að gefa frá sér sigurinn, sýndu yfirvegun í lokin og lönduðu frábærum útisigri, þeim fyrsta hjá íslensku kvennaliði í Evrópukeppni. Eftir vonbrigðin í Noregi um síðustu helgi svöruðu íslensku stelpurnar því á bestan hátt með því að koma grimmar og hungraðar í þennan lokaleik landsliðsins í haust. Sigurinn færði íslenska liðinu þriðja sætið í riðlinum, á eftir Hollandi og Noregi sem fóru í umspilið um sæti í A-deildinni. Írland-Ísland 62-67 (19-15, 29-35, 45-56) Evrópukeppni [B-deild], Dublin 15. september 2007 Úrslit leikhluta: 19-15, 10-20, 16-21 og 17-11 Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu: Helena Sverrisdóttir 33 stig (12 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolnir, 12 fiskaðar villur, hitti úr 9 af 17 skotum og 13 af 17 vítum) Signý Hermannsdóttir 6 stig (9 fráköst, 5 varin skot, 3 stoðsendingar) Pálína Gunnlaugsdóttir 5 stig (2 stolnir, hitti úr 2 af 3 skotum, Ísland vann 46-30 með hana inn á) Hildur Sigurðardóttir 5 stig (3 fráköst, 3 stoðsendingar) Sigrún Ámundadóttir 4 stig (4 fráköst, Ísland vann 35-19 með hana inn á) Unnur Tara Jónsdóttir 4 stig Margrét Kara Sturludóttir 3 stig (3 fráköst) Svava Ósk Stefánsdóttir 3 stig (4 fráköst, 10 mínútur, Ísland vann 23-6 með hana inn á) Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2 stig Kristrún Sigurjónsdóttir 1 stig Bryndís Guðmundsdóttir 1 stig Petrúnella Skúladóttir spilaði en skoraði ekki.
Glæsilegur sigur á Írlandi í lokaleiknum
15 sep. 2007Íslenska kvennalandsliðið endaði Evrópusumar íslensku landsliðanna með glæsilegum 62-67 sigri á Írum í Dublin í kvöld. Íslensku stelpurnar lögðu grunninn að sigrinum með því að skora 18 stig í röð í kringum hálfleikshléð og ná með því 17 stiga forskoti í leiknum. Íslenska liðið tryggði sér með þessum fyrsta útisigri liðsins í Evrópukeppni þriðja sætið í riðlinum en það verða lið Hollands og Noregs sem fara í umspilið. Helena Sverrisdóttir átti stórleik með íslenska liðinu í kvöld, skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Írska liðið byrjaði leikinn betur, komst í 4-0, 13-6 og 17-9 en góður endasprettur í lok fyrsta leikhlutans kom muninum niður í fjögur stig, 19-15, fyrir lok hans. Íslensku stelpurnar héldu áfram að bæta stöðu sína í öðrum leikluta og Helena Sverrisdóttir kom íslenska liðinu yfir í fyrsta sinn, 25-26, með glæsilegri körfu og víti að auki sem hún setti niður. Helena jók muninn i 25-28 með baráttukörfu eftir sóknarfrákast en Írarnir náðu aftur forustunni, 29-28 þegar 1 mínúta og 50 sekúndur voru eftir af hálfleiknum. Þá fór í hönd einn besti leikkafli kvennalandsliðsins í langan tíma þegar íslensku stelpurnar breyttu stöðunni úr 29-28 í 29-46. Írska liðið skoraði ekki í 6 mínútur og 41 sekúndu á meðan að íslenska liðið skoraði 18 stig í röð. Staðan í hálfleik var 29-35 og íslenska liðið hóf síðan seinni hálfleikinn með því að skora 11 fyrstu stig hans. Írska liðið var þó ekki á því að gefast upp og þrjár þriggja stiga körfur Lindsey Peat í röð á síðustu þremur mínútum þriðja leikhlutans hjálpaði heimastúlkum að minnka muninn niður í sjö stig, 45-52. Munurinn var hinsvegar aftur kominn upp í ellefu stig, 45-56, eftir glæsilega þriggja stiga körfu Margrétar Köru Sturludóttur um leið og flautan gall. Lokaleikhlutinn reyndi mikið á íslenska liðið, Írarnir komust upp með að spila mjög fast og fyrir vikið datt takturinn úr leik íslensku stelpnanna. Írska liðið minnkaði muninn jafnt og þétt og komst næst íslenska liðinu með því að minnka muninn í 60-63 þegar 37 sekúndur voru eftir. Íslensku stelpurnar ætluðu ekki að gefa frá sér sigurinn, sýndu yfirvegun í lokin og lönduðu frábærum útisigri, þeim fyrsta hjá íslensku kvennaliði í Evrópukeppni. Eftir vonbrigðin í Noregi um síðustu helgi svöruðu íslensku stelpurnar því á bestan hátt með því að koma grimmar og hungraðar í þennan lokaleik landsliðsins í haust. Sigurinn færði íslenska liðinu þriðja sætið í riðlinum, á eftir Hollandi og Noregi sem fóru í umspilið um sæti í A-deildinni. Írland-Ísland 62-67 (19-15, 29-35, 45-56) Evrópukeppni [B-deild], Dublin 15. september 2007 Úrslit leikhluta: 19-15, 10-20, 16-21 og 17-11 Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu: Helena Sverrisdóttir 33 stig (12 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolnir, 12 fiskaðar villur, hitti úr 9 af 17 skotum og 13 af 17 vítum) Signý Hermannsdóttir 6 stig (9 fráköst, 5 varin skot, 3 stoðsendingar) Pálína Gunnlaugsdóttir 5 stig (2 stolnir, hitti úr 2 af 3 skotum, Ísland vann 46-30 með hana inn á) Hildur Sigurðardóttir 5 stig (3 fráköst, 3 stoðsendingar) Sigrún Ámundadóttir 4 stig (4 fráköst, Ísland vann 35-19 með hana inn á) Unnur Tara Jónsdóttir 4 stig Margrét Kara Sturludóttir 3 stig (3 fráköst) Svava Ósk Stefánsdóttir 3 stig (4 fráköst, 10 mínútur, Ísland vann 23-6 með hana inn á) Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2 stig Kristrún Sigurjónsdóttir 1 stig Bryndís Guðmundsdóttir 1 stig Petrúnella Skúladóttir spilaði en skoraði ekki.