14 sep. 2007Rússar og Spánverjar komust í gær í undanúrslit Evrópukeppninnar í körfuknattleik sem fer fram á Spáni. Rússar sigruðu Frakka og Spánverjar unnu Þjóðverja. Leikur Spánar og Þýskalands var ekki mjög spennandi. Spánverjar léku mjög vel, unnu alla leikhlutana fjóra og sigruðu sannfærandi [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5172-43-A-1.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5172.teamID_.html[v-]83-55[slod-]. [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.teamID_362.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5172.playerID_27027.html[v-]Jose Calderon[slod-] lék vel fyrir Spánverja en hann var með 17 stig í leiknum. Leikur Frakklands og Rússlands var mun jafnari. Úrslitin réðust ekki fyrr en á lokakaflanum þegar liðin skiptust á því að fara á vítalínuna. Bæði lið voru með lélega vítanýtingu í leiknum en Rússar voru þó aðeins betri og enduðu sem sigurvegarar í leiknum. Lokatölur leiksins voru [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5172-44-A-1.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5172.teamID_.html[v-]75-71[slod-] fyrir Rússland. [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.teamID_381.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5172.playerID_34251.html[v-]Victor Khryapa[slod-] lék vel fyrir Rússa en hann skoraði 17 stig, tók 7 fráköst og sendi 6 stoðsendingar í leiknum. Í dag lýkur átta liða úrslitunum. Fyrst mætast Lithén og Króatía og seinni leikirinn er á milli Grikklands og Slóveníu.