13 sep. 2007Átta liða úrslit hefjast í dag á Evrópumótinu sem fer fram á Spáni. Riðlakeppninni lauk í gær og það voru Litháar og Spánverjar sem sigruðu í sínum riðlum. Litháar eru eina liðið sem ekki hefur tapað leik í keppninni. Þeir unnu í gær lið Slóveníu sem einnig var taplaust fyrir leikinn. Litháar náðu góðri forystu í seinni hálfleik og fóru með sigur af hólmi. Lokatölur leiksins voru [v+] http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5171-F-7-3.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.teamID_.html[v-]80-61[slod-]. [v+] http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.teamID_2135.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.playerID_28243.html [v-]Ramunas Siskauskas[slod-] var stigahæstur Litháa í leiknum með 21 stig. Þjóðverjar tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitunum með því að sigra Ítali í hreinum úrslitaleik um 4. sætið í F-riðli. Ítalir lögðu mikla áherslu á að stoppa [v+] http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.teamID_288.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.playerID_21377.html[v-]Dirk Nowitzki[slod-] og héldu honum í 15 stigum en [v+] http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.teamID_288.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.playerID_31024.html[v-]Johannes Herber[slod-] kom mjög sterkur inn í þriðja leikhluta og skoraði 10 af 15 stigum sínum. Lokatölur leiksins urðu [v+] http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5171-F-8-3.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.teamID_.html[v-]67-58[slod-]. [v+] http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.teamID_307.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.playerID_45221.html[v-]Marco Belinelli[slod-] var stigahæstur hjá Ítalíu með 25 stig. [v+] http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.teamID_282.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.playerID_33925.html[v-]Boris Diaw[slod-] átti góðan leik fyrir Frakkland gegn Tyrklandi í gær. Leikurinn breytti engu um stöðu liðanna í riðlunum og endaði með sigri Frakka [v+] http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5171-F-9-3.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.teamID_.html[v-]85-64[slod-]. Í verða tveir leikir í átta liða úrslitunum. Rússar sem urðu í öðru sæti í E-riðli mæta Frökkum sem enduðu í þriðja sæti F-riðils. Sigurvegararnir úr E-riðlinum, Spánverjar, mæta svo Þjóðverjum sem voru í fjórða sæti F-riðilsins.