10 sep. 2007Reykjavíkurmótið hófst í gær með tveimur leikjum. KR sigraði Val og ÍR sigrað Fjölni. Steinar Arason skoraði ævintýralega körfu fyrir ÍR-inga á lokasekúndunum og tryggði þeim 95-92 sigur á Fjölni. Leikurinn fór fram í Seljaskóla, heimavelli ÍR. KR-ingar heimsóttu Valsmenn í Vodafonehöllina og fóru með sigur af hólmi. Lokatölur leiksins urðu 101-73 en KR-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn. Hægt er að lesa nánar um leikinn á [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=289114[v-]heimasíðu KR[slod-]. Mótið heldur áfram á þriðjudaginn en þá mætast ÍR og Valur í Seljaskóla og Fjölnir fær KR í heimsókn í Grafarvoginn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.