8 sep. 2007Evrópukeppni landsliða heldur áfram á Spáni í dag. Nú er keppni í milliriðlum í fullum gangi og þrír leikir verða í F-riðli í dag. Í gær var leikið í E-riðli og það voru Spánverjar, Rússar og Ísralir sem sigruðu leiki sína. Rússar unnu Portúgali [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5171-E-1-1.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.teamID_.html[v-]78-65[slod-], Spánverjar sigruðu Grikki [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5171-E-2-1.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.teamID_.html[v-]76-58[slod-] en þessi lið mættust í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Japan á síðasta ári þar sem Spánverjar sigruðu einnig. Ísrael sigraði svo Króatíu [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5171-E-3-1.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.teamID_.html [v-]80-75[slod-] þar sem [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.teamID_306.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5171.playerID_26931.html[v-]Yaniv Green[slod-] var með 17 stig og 16 fráköst. Rússar eru efstir í riðlinum með 3 sigra í þremur leikjum en Spánverjar og Króatar eru næstir með 2 sigra. Leikirnir í dag eru ekki af verri endanum. Frakkland mætir Þýskalandi klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Þarna mun Dirk Nowitzki, sem var valinn besti leikmaður NBA deildarinnar á síðasta tímabili mæta Tony Parker, besta leikmanni NBA úrslitanna. Klukkan 17:00 mætast svo Ítalía og Litháen og lokaleikur dagsins verður viðureign Tyrklands og Slóveníu klukkan 19:30. Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?[v-]FIBA Europe[slod-].