7 sep. 2007Íslenska kvennalandsliðið mætir Noregi á morgun í b-deild Evrópukeppni landsliða. Stelpurnar komu til Noregs í dag og munu ná tveimur æfingum þar fyrir leikinn. Leikurinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og fer fram í Rykkinhallen rétt fyrir utan Osló. Íslenska liðið á enn möguleika á því að komast uppúr riðlinum og í úrslitakeppni um sæti í A-deildinni. Takist stelpunum að sigra Noreg á morgun komast þær upp að hlið Norðmanna í öðru sæti riðilsins. Efstu tvö liðin í riðlinum komast áfram í úrslitakeppnina. Í lokaumferðinni mæta svo Íslendingar Írum en Norðmenn mæta Hollendingum. Þetta er því gífurlega mikilvægur leikur fyrir íslenska liðið. [v+]http://www.eurobasketwomen2007.com/en/cid_6iuImPznISA,Xm2h6JKRB3.pageID_SfGOuHF6IQos0NjpPVW6I0.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_4946.teamID_341.html[v-]Leikmannahópur Noregs[slod-]. Ein breyting er á íslenska liðinu frá síðasta leik. Ingibjörg Jakobsdóttir kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Svövu Ósk Stefánsdóttur. [v+]http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=4030[v-]Íslenski hópurinn[slod-].