6 sep. 2007Ísland sigraði Austurríki [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_4950-C-19-10.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_4950.teamID_.html8[v-]91-77[slod-] eftir skemmtilegan leik í Laugardalshöll. Sigurinn tryggir okkur þriðja sætið í C-riðlinum. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur en Austurríkismenn komust í 21-9 þegar tvær mínútur voru eftir í fyrsta leikhluta. Íslenska liðið vaknaði um miðjan annan leikhluta og vann sig aftur inn í leikinn. Það var ekki síst að þakka gríðarlegri baráttu þar sem Fannar Ólafsson fór fremstur í flokki. Strákarnir komust yfir 36-33 þegar Magnús Þór Gunnarsson skoraði úr þriggja stiga skoti. Austurríkismenn létu þó ekki deigan síga og leiddu með tveimur stigum í hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn framan af en svo fóru íslensku strákarnir að raða niður þriggja stiga skotum. Sjálfstraustið var greinilega í lagi og skotin fóru að skila sér ofan í körfuna víðs vegar af vellinum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 62-57 fyrir Ísland. Fjórði leikhluti var frábær hjá íslenska liðinu. Strákarnir tóku öll völd á vellinum. Hittnin var góð og varnarleikurinn einnig. Íslenska liðið náði 16 stiga forystu og sigurinn var í höfn. Þessi leikur var skemmtilegur á að horfa. Íslensku strákarnir sýndu frábæra baráttu og leikgleði sem skilaði þeim góðum árangri. Allir leikmenn liðsins léku vel en Jakob Örn Sigurðarson bar þó af. Hann stýrði liðinu frábærlega allan leikinn og endaði með 21 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Páll Axel Vilbergsson var með 13 stig og 5 fráköst en 11 af tólf leikmönnum liðsins skoruðu í leiknum. Hjá Austurríki var Petter Hutter með 20 stig og 9 stoðsendingar og Benjamin Ortner skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. [v+]http://www.flickr.com/photos/kki_myndir/[v-]Myndir úr leiknum[slod-].
Þriðja sætið tryggt
6 sep. 2007Ísland sigraði Austurríki [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_4950-C-19-10.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_4950.teamID_.html8[v-]91-77[slod-] eftir skemmtilegan leik í Laugardalshöll. Sigurinn tryggir okkur þriðja sætið í C-riðlinum. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur en Austurríkismenn komust í 21-9 þegar tvær mínútur voru eftir í fyrsta leikhluta. Íslenska liðið vaknaði um miðjan annan leikhluta og vann sig aftur inn í leikinn. Það var ekki síst að þakka gríðarlegri baráttu þar sem Fannar Ólafsson fór fremstur í flokki. Strákarnir komust yfir 36-33 þegar Magnús Þór Gunnarsson skoraði úr þriggja stiga skoti. Austurríkismenn létu þó ekki deigan síga og leiddu með tveimur stigum í hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn framan af en svo fóru íslensku strákarnir að raða niður þriggja stiga skotum. Sjálfstraustið var greinilega í lagi og skotin fóru að skila sér ofan í körfuna víðs vegar af vellinum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 62-57 fyrir Ísland. Fjórði leikhluti var frábær hjá íslenska liðinu. Strákarnir tóku öll völd á vellinum. Hittnin var góð og varnarleikurinn einnig. Íslenska liðið náði 16 stiga forystu og sigurinn var í höfn. Þessi leikur var skemmtilegur á að horfa. Íslensku strákarnir sýndu frábæra baráttu og leikgleði sem skilaði þeim góðum árangri. Allir leikmenn liðsins léku vel en Jakob Örn Sigurðarson bar þó af. Hann stýrði liðinu frábærlega allan leikinn og endaði með 21 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Páll Axel Vilbergsson var með 13 stig og 5 fráköst en 11 af tólf leikmönnum liðsins skoruðu í leiknum. Hjá Austurríki var Petter Hutter með 20 stig og 9 stoðsendingar og Benjamin Ortner skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. [v+]http://www.flickr.com/photos/kki_myndir/[v-]Myndir úr leiknum[slod-].