5 sep. 2007Íslenska karlalandsliðið var rétt í þessu að sigra Austurríkismenn 91-77 eftir frábæran leik í Laugardalshöll. Ísland byrjaði leikinn ekki vel en strákarnir tóku við sér í öðrum leikhluta og náðu að vinna upp 11 stiga forskot Austurríkismanna. Eftir að hafa verið 2 stigum undir í hálfleik tók íslenska liðið öll völd á vellinum í síðari hálfleik. Mikil stemning myndaðist í vörninni og Austurríkismenn náðu eingöngu erfiðum skotum sem rötuðu ekki ofan í. Íslenska liðið gekk á lagið og náði mikið af galopnum skotum og var hittnin talsvert betri í síðari hálfleik. 3 sigurleikir í röð staðreynd og 8 sigrar í 9 leikjum ef Smáþjóðaleikar eru teknir með. Það verður að teljast góð uppskera og verður hægt að byggja ofan á þetta í næstu keppni. [v+]http://www.flickr.com/photos/snorriorn/[v-]Myndir úr leiknum.[slod-]