5 sep. 2007Í kvöld mætir íslenska karlalandsliðið því austuríska í b-deild Evrópukeppni landsliða. Leikurinn verður í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 19:15. Það má búast við skemmtilegum leik í kvöld. Íslenska liðið hefur leikið vel á þessu ári og aðeins tapað einum leik. Sigurinn gegn Georgíumönnum í síðustu viku er enn í fersku minni enda fengu áhorfendur að sjá þar frábæran leik. Í kvöld leikum við gegn sterku liði en Austurríkismenn eru með hávaxið lið og nokkra góða leikmenn. Strákarnir ætla sér þó að sjálfsögðu að sigra í kvöld. Leikmannahópur Austurríkis: 4 Christian Kollik F 203 Án liðs 27 ára 5 Thomas Schreiner G 195 Án liðs 20 ára 7 Richard Poiger F 202 Gießen 46ers 20 ára 8 Benjamin Ortner F/C 205 Reggio Emilia 24 ára 9 Peter Hütter G/F 195 Swans Gmunden 27 ára 10 Armin Woschank G 186 Kraftwerk Wels 25 ára 11 Martin Kohlmaier C 217 Án liðs 23 ára 12 Heinz Kügerl C 209 Kapfenberg Bulls 21 árs 13 Davor Lamesic F 205 Án liðs 24 ára 14 Florian Schröninger G 186 Swans Gmunden 25 ára 15 Matthias Mayer F/C 206 Swans Gmunden 26 ára Ein breyting er á liðinu frá síðasta leik en Brenton Birmingham kemur aftur inn í hópinn í stað Sveinbjarnar Claessen. Leikmannahópur Íslands: 4 Magnús Þór Gunnarsson G 185 Keflavík 26 ára 5 Friðrik Stefánsson C 205 Njarðvík 31 árs 6 Jakob Sigurðarson G 190 Kecskemeti 25 ára 7 Brynjar Björnsson G 190 KR 19 ára 8 Þorleifur Ólafsson G/F 192 UMFG 23 ára 9 Helgi Magnússon F 197 Án liðs 25 ára 10 Páll Axel Vilbergsson F 197 UMFG 28 ára 11 Brenton Birmingham G 196 Njarðvík 35 ára 12 Kristinn Jónasson C 205 Fjölnir 23 ára 13 Sigurður Þorsteinsson C 205 Keflavík 19 ára 14 Logi Gunnarsson G 190 Farho Gijon 26 ára 15 Fannar Ólafsson C 205 KR 28 ára Mætum í Höllina og styðjum landsliðið til sigurs!