5 sep. 2007Nú er tveimur umferðum lokið í Evrópukeppni landsliða sem fer fram á Spáni. Nú þegar hafa margir stórleikir verið leiknir en staðan í riðlunum er aðeins farin að skýrast. Eftirminnilegasti leikur gærdagsins var leikur Grikkja og Serba sem fór í framlengingu og endaði með sigri Grikkja [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5170-A-4-2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5170.teamID_.html[v-]68-67[slod-]. Með sigrinum tryggðu Grikkir sig áfram í næstu umferð en Serbar, sem hafa tapað báðum leikjum sínum á mótinu verða að sigra Ísrael til þess að komast áfram. Tony Parker leiddi Frakka til sigurs gegn Ítalíu þegar hann skoraði 36 stig af 69 stigum Frakklands. Lokatölur voru [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5170-D-4-2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5170.teamID_.html[v-]69-62[slod-] eftir spennandi leik. Þjóðverjar unnu stórsigur á Tyrkjum [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5170-C-4-2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5170.teamID_.html[v-]79-49[slod-] í leik sem fyrirfram var talið að yrði meira spennandi. Tyrkir hafa leikið illa í fyrstu tveimur leikjum sínum á meðan Þjóðverjar hafa leikið vel. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig í leiknum í gær og er stigahæstur á mótinu með 29,5 stig að meðaltali í leik. Hægt er að lesa umfjöllun um leikina, skoða tölfræði og myndir úr leikjunum á [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/default.asp[v-]heimasíðu mótsins[slod-].
Evrópukeppnin heldur áfram á Spáni
5 sep. 2007Nú er tveimur umferðum lokið í Evrópukeppni landsliða sem fer fram á Spáni. Nú þegar hafa margir stórleikir verið leiknir en staðan í riðlunum er aðeins farin að skýrast. Eftirminnilegasti leikur gærdagsins var leikur Grikkja og Serba sem fór í framlengingu og endaði með sigri Grikkja [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5170-A-4-2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5170.teamID_.html[v-]68-67[slod-]. Með sigrinum tryggðu Grikkir sig áfram í næstu umferð en Serbar, sem hafa tapað báðum leikjum sínum á mótinu verða að sigra Ísrael til þess að komast áfram. Tony Parker leiddi Frakka til sigurs gegn Ítalíu þegar hann skoraði 36 stig af 69 stigum Frakklands. Lokatölur voru [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5170-D-4-2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5170.teamID_.html[v-]69-62[slod-] eftir spennandi leik. Þjóðverjar unnu stórsigur á Tyrkjum [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/cid_BqypGFJPHy-Nw4lwIAq,v3.gameID_5170-C-4-2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2007.roundID_5170.teamID_.html[v-]79-49[slod-] í leik sem fyrirfram var talið að yrði meira spennandi. Tyrkir hafa leikið illa í fyrstu tveimur leikjum sínum á meðan Þjóðverjar hafa leikið vel. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig í leiknum í gær og er stigahæstur á mótinu með 29,5 stig að meðaltali í leik. Hægt er að lesa umfjöllun um leikina, skoða tölfræði og myndir úr leikjunum á [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/default.asp[v-]heimasíðu mótsins[slod-].