3 sep. 2007Evrópukeppni landsliða hófst í dag á Spáni. Fyrstu leikirnir hófust klukkan 16:00 en það eru viðureignir Serbíu og Ísrael og Tékklands og Þýskalands. Þetta er gífurlega sterkt mót þar sem margir af bestu leikmönnum heims eru samankomnir. Í keppninni taka þátt 16 af sterkustu liðum Evrópu og er þeim skipt í 4 riðla. Það eru margar stórþjóðir sem keppa um Evrópumeistaratitilinn og margir frábærir leikmenn sem leika á mótinu. Þar má nefna Spánverja sem eru heimsmeistarar og Grikki, sem eru núverandi Evrópumeistarar. Einnig má meðal annarra nefna Ítali, Litháa og Frakka sem þjóðir sem áhugavert er að fylgjast með. Frægir leikmenn sem taka þátt í keppnini eru til dæmis: Dirk Nowitski, Tony Parker, Theo Papaloukas, Mehmet Okur og Sarunas Jasikevicius svo nokkri séu nefndir. Hægt er að fylgjast með gangi mála á [v+] http://www.eurobasket2007.org/en/[v-]heimasíðu keppninnar[slod-].