30 ágú. 2007Úrvalsbúðir KKÍ voru haldnar um síðustu helgi. Búðirnar voru haldnar á tveimur stöðum í ár. Strákarnir voru í Seljaskóla í Breiðholti en stelpurnar voru í Smáranum í Kópavogi. Góð mæting var á búðirnar og gengu þær vel. Allir krakkarnir sem mættu í búðirnar fengu boðsmiða á leik Íslands og Georgíu sem fór fram í gærkvöldi. Í búðunum framkvæmdu krakkarnir ýmsar æfingar undir styrkri leiðsögn reyndra þjálfara. Benedikt Guðmundsson sá um að stýra æfingunum í Seljaskóla Ágúst Björgvinsson og Yngvi Gunnlaugsson sáu um æfingarnar í Smáranum. Þeim til aðstoðar voru margir af færustu yngri flokka þjálfurum landsins. Mæting í úrvalsbúðirnar var mjög góð. Strákarnir voru rúmlega 120 og stúlkurnar voru í kringum 90. Krakkarnir virtust skemmta sér mjög vel en krakkarnir unnu á nokkrum stöðvum áður en farið var að spila. Ljósmyndari KKÍ náði nokkrum [v+]http://www.flickr.com/photos/kki_myndir/page3/[v-]myndum af spilinu í Seljaskóla[slod-].