30 ágú. 2007Fyrsti landsleikur A-landsliðs kvenna verður á laugardaginn þegar Ísland mætir Hollandi í b-deild Evrópukeppni landsliða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður leikinn að Ásvöllum í Hafnarfirði. Skeljungur mun bjóða áhorfendum frítt á leikinn en Skeljungur og KKÍ undirrituðu á þriðjudaginn nýjan samstarfssamning. Í honum felst að Skeljungur verði aðalstyrktaraðili landsliðs og afreksstarfs KKÍ. Leikurinn á laugardaginn er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. Ef að stelpunum tekst að sigra Holland eiga þær möguleika á því að vinna riðilinn og komast áfram í keppninni. Íslenska liðið, sem tapaði naumlega fyrir Hollendingum síðasta haust, hefur verið að æfa vel í sumar fyrir leikinn og það verður spennandi að fylgjast með þeim í leiknum á laugardaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.
Skeljungur býður á Ísland - Holland
30 ágú. 2007Fyrsti landsleikur A-landsliðs kvenna verður á laugardaginn þegar Ísland mætir Hollandi í b-deild Evrópukeppni landsliða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður leikinn að Ásvöllum í Hafnarfirði. Skeljungur mun bjóða áhorfendum frítt á leikinn en Skeljungur og KKÍ undirrituðu á þriðjudaginn nýjan samstarfssamning. Í honum felst að Skeljungur verði aðalstyrktaraðili landsliðs og afreksstarfs KKÍ. Leikurinn á laugardaginn er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. Ef að stelpunum tekst að sigra Holland eiga þær möguleika á því að vinna riðilinn og komast áfram í keppninni. Íslenska liðið, sem tapaði naumlega fyrir Hollendingum síðasta haust, hefur verið að æfa vel í sumar fyrir leikinn og það verður spennandi að fylgjast með þeim í leiknum á laugardaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.