29 ágú. 2007Brenton Birmingham er sá leikmaður íslenska karlalandsliðsins sem er með hæsta framlag í leik ef teknir eru saman helstu tölfræðiþættir. Framlagsjafnan sem er notuð er reiknuð út á sama hátt og Efficiency jafnan í NBA- og WNBA-deildinni. Framlagsjafnan:((Stig + Fráköst + Stoðsendingar + Stolnir + Varin) - ((Skot reynd - Skotum hitt) + (Víti reynd - Vítum hitt) + Tapaðir boltar)). Brenton hefur leikið mjög vel í leikjum liðsins í Evrópukeppninni en hann hefur skorað flest stig, stolið flestum boltum, varið flest skot og leikið flestar mínútur af landsliðmönnunum. Framlag Brentons eúr leikjunum er 18,0. Tölfræðin er tekin saman úr leikjunum fjórum sem landsliðið lék síðasta haust ásamt leiknum við Finna sem leikinn var síðastliðinn laugardag. Hlynur Bæringsson er annar á listanum með framlag uppá 10,3. Hlynur er frákastahæstur landsliðsmannanna og efstur í vörðum skotum ásamt Brenton. Logi Gunnarsson og Páll Axel Vilbergsson eru svo í þriðja og fjórða sæti á listanum. Það er ljóst að það mun vera mikið álag á þessum mönnum sem og öðrum leikmönnum landsliðsins í leiknum gegn Georgíu í kvöld. Vonandi verður framlag stuðningsmanna landsliðsins ekki síðra.
Brenton með hæsta framlag í leik fyrir landsliðið
29 ágú. 2007Brenton Birmingham er sá leikmaður íslenska karlalandsliðsins sem er með hæsta framlag í leik ef teknir eru saman helstu tölfræðiþættir. Framlagsjafnan sem er notuð er reiknuð út á sama hátt og Efficiency jafnan í NBA- og WNBA-deildinni. Framlagsjafnan:((Stig + Fráköst + Stoðsendingar + Stolnir + Varin) - ((Skot reynd - Skotum hitt) + (Víti reynd - Vítum hitt) + Tapaðir boltar)). Brenton hefur leikið mjög vel í leikjum liðsins í Evrópukeppninni en hann hefur skorað flest stig, stolið flestum boltum, varið flest skot og leikið flestar mínútur af landsliðmönnunum. Framlag Brentons eúr leikjunum er 18,0. Tölfræðin er tekin saman úr leikjunum fjórum sem landsliðið lék síðasta haust ásamt leiknum við Finna sem leikinn var síðastliðinn laugardag. Hlynur Bæringsson er annar á listanum með framlag uppá 10,3. Hlynur er frákastahæstur landsliðsmannanna og efstur í vörðum skotum ásamt Brenton. Logi Gunnarsson og Páll Axel Vilbergsson eru svo í þriðja og fjórða sæti á listanum. Það er ljóst að það mun vera mikið álag á þessum mönnum sem og öðrum leikmönnum landsliðsins í leiknum gegn Georgíu í kvöld. Vonandi verður framlag stuðningsmanna landsliðsins ekki síðra.