28 ágú. 2007KKÍ og Skeljungur kynntu í dag nýjan samstarfssamning á blaðamannafundi sem haldinn var á Grand Hótel. Samningurinn er til þriggja ára og mun Skeljungur styrkja landsliðs og afreksstarf KKÍ á samningstímabilinu. Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ og Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, skrifuðu undir samninginn á blaðamannafundinum. Hannes sagði frá því að báðir aðilar væntu mikils af samstarfinu í framtíðinni. Einnig kom fram á fundinum að Skeljungur mun bjóða frítt inn á landsleik A-landsliðs kvenna gegn Hollandi næsta laugardag. Samningurinn er einn af þeim stærstu sem gerður hefur verið við KKÍ og sá stærsti sem KKÍ hefur gert í tengslum við landsliðsstarf sitt. Þetta eru því frábær tíðindi fyrir íslenskan körfubolta. Nánari fréttir ásamt myndum af blaðamannafundinum koma síðar í kvöld.
Skeljungur styrkir landsliðs og afreksstarf KKÍ
28 ágú. 2007KKÍ og Skeljungur kynntu í dag nýjan samstarfssamning á blaðamannafundi sem haldinn var á Grand Hótel. Samningurinn er til þriggja ára og mun Skeljungur styrkja landsliðs og afreksstarf KKÍ á samningstímabilinu. Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ og Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, skrifuðu undir samninginn á blaðamannafundinum. Hannes sagði frá því að báðir aðilar væntu mikils af samstarfinu í framtíðinni. Einnig kom fram á fundinum að Skeljungur mun bjóða frítt inn á landsleik A-landsliðs kvenna gegn Hollandi næsta laugardag. Samningurinn er einn af þeim stærstu sem gerður hefur verið við KKÍ og sá stærsti sem KKÍ hefur gert í tengslum við landsliðsstarf sitt. Þetta eru því frábær tíðindi fyrir íslenskan körfubolta. Nánari fréttir ásamt myndum af blaðamannafundinum koma síðar í kvöld.