27 ágú. 2007Annað götukörfuboltamótið í sumar verður haldið laugardaginn 1. september og verður keppt í þremur hópum, Back to School sem eru 15-17 ára og 18-20 ára síðan er Old School sem er 21 árs og eldri. Leikið verður 3 á 3 og einn skiptimaður leyfður, spilað er þvert á völlinn og leikurinn er uppí 11, en vinna þarf með tveimur stigum. Sóknin dæmir og eru vafamál í höndum umsjónarmanna. Skráning í mótið er á [p+]305@hive.is[p-]305@hive.is[slod-] og er þáttökugjaldið 2000 krónur á lið. Taka skal fram nöfn og kennitölu keppenda ásamt nafni liðs. Greiða á við mætingu en vegleg verðlaun frá AND1 eru í boði. Mótið hefst klukkan 12:00 og eru veitingar á staðnum, íþróttafatnaður verður á tilboði á meðan mótinu stendur og mun DJ þeyta skífum allann tímann. Mótið er í boði AND1 og Pepsi MAX Frétt tekin af [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=287971[v-]heimasíðu KR[slod-].