16 ágú. 2007Íslensku stelpurnar eiga enn möguleika á því að komast upp úr sínum riðli en til þess að halda þeim möguleika gangandi verða þær m.a. að vinna sigur gegn sterku liði Hollands. Fyrirfram var talið að Holland væri með sterkasta liðið í riðlinum og sitja þær sem stendur á toppi riðilsins. Leikurinn ytra var hins vegar hörkuskemmtun og þurftu heimastúlkur að hafa mikið fyrir því að sigra þær íslensku. Leikurinn fer fram á Ásvöllum laugardaginn 1.september klukkan 16.00. Það er von okkar að sem flestir mæti til að styðja við bakið á liðinu okkar. Þetta er jafnframt síðasti leikur Helenu Sverrisdóttur á Íslandi í einhvern tíma þar sem hún heldur til bandaríkjanna eftir landsleikjatörnina en hún mun spila með háskólaliði Texas Christian næstu árin.