15 ágú. 2007Þessa dagana er allt á fullu í Evrópuboltanum þar sem liðin eru að gera sig tilbúin ýmist fyrir leiki í B-deild eða í úrslitum sem hefjast á Spáni eftir 17 daga. Nokkur lið eru að berjast um síðasta sætið fyrir úrslitin á Spáni um þessar mundir og þar er m.a. Adam Darboe leikmaður Grindavíkur í fullu fjöri með danska landsliðinu. Hægt er að fylgjast með leikjum og tölfræði úr leikjunum sem eru í gangi [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/[v-]hér[slod-] Andstæðingar okkar hafa verið að leika æfingaleiki og hafa m.a. Finnar verið mjög duglegir og leikið gegn nokkrum sterkum andstæðingum. Hægt er að lesa um úrslit leikja finnska liðsins [v+]http://www.eurobasket.com/fin/fin.asp[v-]hér[slod-] Alvin Jones stóri og stæðilegi leikmaður landsliðs Lúxembourg er aftur kominn í hópinn en hann hafði verið settur úr liðinu fyrir smáþjóðaleikana í Monaco. Alvin Jones afrekaði það m.a. í fyrri umferðinni að láta reka sig út af í tveim leikjum. Seinni leikurinn var einmitt gegn Íslandi sl. haust. Hægt er að lesa um endurkomu Jones [v+]http://www.eurobasket.com/lux/lux.asp[v-]hér[slod-]. Þar kemur m.a. fram ástæða þess að þeir telja sig ekki geta verið án hans.
Allt á fullu fyrir Evrópukeppni landsliða
15 ágú. 2007Þessa dagana er allt á fullu í Evrópuboltanum þar sem liðin eru að gera sig tilbúin ýmist fyrir leiki í B-deild eða í úrslitum sem hefjast á Spáni eftir 17 daga. Nokkur lið eru að berjast um síðasta sætið fyrir úrslitin á Spáni um þessar mundir og þar er m.a. Adam Darboe leikmaður Grindavíkur í fullu fjöri með danska landsliðinu. Hægt er að fylgjast með leikjum og tölfræði úr leikjunum sem eru í gangi [v+]http://www.eurobasket2007.org/en/[v-]hér[slod-] Andstæðingar okkar hafa verið að leika æfingaleiki og hafa m.a. Finnar verið mjög duglegir og leikið gegn nokkrum sterkum andstæðingum. Hægt er að lesa um úrslit leikja finnska liðsins [v+]http://www.eurobasket.com/fin/fin.asp[v-]hér[slod-] Alvin Jones stóri og stæðilegi leikmaður landsliðs Lúxembourg er aftur kominn í hópinn en hann hafði verið settur úr liðinu fyrir smáþjóðaleikana í Monaco. Alvin Jones afrekaði það m.a. í fyrri umferðinni að láta reka sig út af í tveim leikjum. Seinni leikurinn var einmitt gegn Íslandi sl. haust. Hægt er að lesa um endurkomu Jones [v+]http://www.eurobasket.com/lux/lux.asp[v-]hér[slod-]. Þar kemur m.a. fram ástæða þess að þeir telja sig ekki geta verið án hans.