11 ágú. 2007Það hefur tíðkast undanfarin Unglingalandsmót að gamlir körfuboltaleikmenn hafi spilað einn leik að lokinni keppni hjá krökkunum á laugardagskvöldi. Eftirfarandi frétt tók Gísli Páll Pálsson, körfuknattleiksdómari og formaður HSK saman fyrir okkur. Í ár þá var það Suðurnesjaúrval á móti rest. Framan af voru suðurnesjamenn undir í leiknum en Falur Harðarson setti niður tvo þrista af löngu færi á síðustu mínútunni og tryggði þeim eins stigs sigur 75 – 74. Ragnar Fjölnismaður átti þriggja stiga skot þegar tvær sekúndur voru eftir af leiktímanum en skotið geigaði naumlega. Leikurinn var afar skemmtilegur og virkilega gaman að fá að taka aðeins á því með þessum drengjum. Næsti leikur verður laugardaginn 2.ágúst 2008 kl. 20.00 í Þorlákshöfn og ég er strax farinn að hlakka til.
Gamlar kempur léku á Unglingalandsmóti UMFÍ
11 ágú. 2007Það hefur tíðkast undanfarin Unglingalandsmót að gamlir körfuboltaleikmenn hafi spilað einn leik að lokinni keppni hjá krökkunum á laugardagskvöldi. Eftirfarandi frétt tók Gísli Páll Pálsson, körfuknattleiksdómari og formaður HSK saman fyrir okkur. Í ár þá var það Suðurnesjaúrval á móti rest. Framan af voru suðurnesjamenn undir í leiknum en Falur Harðarson setti niður tvo þrista af löngu færi á síðustu mínútunni og tryggði þeim eins stigs sigur 75 – 74. Ragnar Fjölnismaður átti þriggja stiga skot þegar tvær sekúndur voru eftir af leiktímanum en skotið geigaði naumlega. Leikurinn var afar skemmtilegur og virkilega gaman að fá að taka aðeins á því með þessum drengjum. Næsti leikur verður laugardaginn 2.ágúst 2008 kl. 20.00 í Þorlákshöfn og ég er strax farinn að hlakka til.