3 ágú. 2007Framundan eru landsleikir hjá A-liðum karla og kvenna í seinni umferð Evrópukeppninnar. Alls leika landsliðin 7 leiki. Karlaliðið 4 og kvennaliðið 3. Fyrsti leikur karlaliðsins í þessari törn verður gegn Finnum ytra en fyrsti leikur kvennaliðsins er gegn Hollendingum heima. Það verða 3 leikir háðir á Íslandi og sá fyrsti verður hjá karlalandsliðinu 29.ágúst gegn sterku og skemmtilegu liði Georgíu. Í þeirra liði eru nokkrir mjög góðir leikmenn og fer þar fremstur í flokki Zaza Pacchulia leikmaður Atlanta Hawks í NBA. Zaza er enginn farþegi í NBA deildinni heldur er hann leikmaður sem gjarnan spilar mjög mikið og er oftar en ekki besti leikmaður liðsins. Á næstu dögum og vikum verðum við með ýmsa pistla og kynningar á liðunum og leikmönnum þeirra sem koma í heimsókn svo það er um að gera að fylgjast vel með heimasíðunni á næstunni. Það hefur verið frekar rólegt síðustu daga og vikur í skrifum en nú fer allt að fara í gang.
Styttist í landsleikjahrinu hjá A-liðum karla og kvenna
3 ágú. 2007Framundan eru landsleikir hjá A-liðum karla og kvenna í seinni umferð Evrópukeppninnar. Alls leika landsliðin 7 leiki. Karlaliðið 4 og kvennaliðið 3. Fyrsti leikur karlaliðsins í þessari törn verður gegn Finnum ytra en fyrsti leikur kvennaliðsins er gegn Hollendingum heima. Það verða 3 leikir háðir á Íslandi og sá fyrsti verður hjá karlalandsliðinu 29.ágúst gegn sterku og skemmtilegu liði Georgíu. Í þeirra liði eru nokkrir mjög góðir leikmenn og fer þar fremstur í flokki Zaza Pacchulia leikmaður Atlanta Hawks í NBA. Zaza er enginn farþegi í NBA deildinni heldur er hann leikmaður sem gjarnan spilar mjög mikið og er oftar en ekki besti leikmaður liðsins. Á næstu dögum og vikum verðum við með ýmsa pistla og kynningar á liðunum og leikmönnum þeirra sem koma í heimsókn svo það er um að gera að fylgjast vel með heimasíðunni á næstunni. Það hefur verið frekar rólegt síðustu daga og vikur í skrifum en nú fer allt að fara í gang.