30 júl. 2007Í kvöld mun A-landslið karla hefja æfingar fyrir leikina í Evrópukeppni landsliða sem leiknir verða í haust. Liðið mun leika fjóra landsleiki í haust, þar af verða tveir á heimavelli. Ísland mun mæta Finnlandi á útivelli laugardaginn 25. ágúst. Miðvikudaginn 29. ágúst mun liðið svo mæta Georgíu í Laugardalshöll. 1. september verður leikið gegn Lúxemborg á útivelli og lokaleikur liðsins verður gegn Austurríki miðvikudaginn 5. september í Laugardalshöll. Heimaleikir liðsins munu hefjast klukkan 20:15. Landsliðið mun æfa á fullu fram á fimmtudag en taka svo stutta pásu fram yfir helgina. Þriðjudaginn 7. ágúst mun liðið svo halda áfram æfingum og æfa stíft fram að fyrsta leik. Æfingaáætlun vikunnar: Mán. 30. júlí Akademía kl. 18 – 20 Þri. 31. júlí Akademía kl. 18 – 20 Mið. 1. ágúst Grindavík kl. 18 – 20 Fim. 2. ágúst Akademía kl. 18 – 20