23 júl. 2007Serbar urðu í gærkvöldi heimsmeistarar í körfubolta U-19 karla þegar þeir sigruðu lið Bandaríkjanna í úrslitaleiknum [v+]http://www.fiba.com/pages/eng/fe/07/fiba/u19men/scheResu/p/eventid//gamename/A/groupname/62/roundid/5651/fe_scheStat_boxScor.html[v-]74-69[slod-]. Eftir rólega byrjun náðu serbar forystunni með 7 stiga syrpu frá [v+]http://www.fiba.com/pages/eng/fe/07/fiba/u19men/teamPlay/play/p/eventid/3955/langlc/en/playernumber/53043/roundid/5651/fe_teamPlay_playStat.html[v-]Dusan Katnic[slod-]. Í öðrum leikhluta byrjuðu þeir mjög vel og náðu 19 stiga forystu um miðjan leikhlutan. Bandaríkjamenn svöruðu þá með 12-0 spretti og náðu að komast aftur inn í leikinn. Þriðji leikhluti var jafn og liðin skiptust á að skora og Serbar leiddu með 10 stigum í byrjun fjórða leikhluta. Bandaríkjamenn náðu að minnka muninn í fjórða leikhluta og voru aðeins 5 stigum undir þegar 1 mínúta og 16 sekúndur voru eftir af leiknum. Þeir komust þó ekki nær og Serbar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. [v+]http://www.fiba.com/pages/eng/fe/07/fiba/u19men/teamPlay/play/p/eventid/3955/langlc/en/playernumber/47656/roundid/5651/fe_teamPlay_playStat.html[v-]Mladen Jeremic[slod-] var stigahæstur í leiknum með 24 stig en hann lék allar 40 mínútur leiksins. [v+]http://www.fiba.com/pages/eng/fe/07/fiba/u19men/teamPlay/play/p/eventid/3955/langlc/en/playernumber/61796/roundid/5651/fe_teamPlay_playStat.html[v-]Deon Thompson[slod-] var stigahæstur Bandaríkjamanna með 16 stig. Frakkar sigruðu Brasilíumenn í leik um bronsið. Lokatölur leiksins voru 75-67.