23 júl. 2007FIBA Europe er að prófa í fyrsta sinn þjálfaraverkefni sem spannar 3 sumur þar sem a.m.k. einum þjálfara frá hverju landi innan FIBA Europe er boðið að koma. Stjórn KKÍ valdi Benedikt Guðmundsson, sem verið hefur landsliðsþjálfari yngri landsliðanna í mörg ár, til að fara. Fyrsta námskeiðið verður haldið á Krít í tengslum við úrslitakeppni í U-16 ára landsliða drengja. Benedikt hélt utan í morgun en námskeiðið stendur í 7 daga. Sumarið 2008 heldur verkefnið áfram en því lýkur sumarið 2009. Vonandi tekst vel til og við getum sent fleiri þjálfara á slík námskeið í framtíðinni. Það er hinn magnaði þjálfari Svetislav Pesic sem stýrir námskeiðinu. Hægt er að lesa meira um verkefnið [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_ncTgU9KgIJwJgQZCabCjW2.coid_ABTXE1x9HYQrGgAImuv0J2.articleMode_on.html[v-]hér[slod-]