20 júl. 2007Nú er skráningu lokið í Evrópubikar félagsliða (EuroCup). Alls eru 39 lið frá 23 löndum skráð til leiks. KR-ingar verða fulltrúar Íslands í keppninni. Það eru mörg stórlið úr Evrópskum körfubolta sem munu taka þátt í keppninni næsta vetur. Þar má nefna lið eins og Cholet Basket frá Frakklandi, Panionios, PAOK Thessaloniki og AEK Athens frá Grikklandi, Lokomotiv Rostov og Spartak St. Petersburg frá Rússlandi. Keppnisfyrirkomulagið verður þannig að fyrst verður leikin forkeppni þar sem skorið verður úr því hvaða 16 lið komast í riðlakeppnina. Þar verða 4 fjögurra liða riðlar og liðin sem komast uppúr þeim munu leika í úrslitakeppni um titilinn. Það er ljóst að KR-ingar gætu mætt mjög sterkum liðum í þessarri keppni og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim mun ganga í vetur. Hægt er að lesa meira um keppnina og sjá hvaða lið eru skráð til leiks á heimasíðu [v+]http://www.fibaeurope.com/coid_oSAfebaIIvIn1AeCiv5p02.articleMode_on.html[v-]FIBA Europe[slod-]
Skráningu lokið í Evrópubikar félagsliða
20 júl. 2007Nú er skráningu lokið í Evrópubikar félagsliða (EuroCup). Alls eru 39 lið frá 23 löndum skráð til leiks. KR-ingar verða fulltrúar Íslands í keppninni. Það eru mörg stórlið úr Evrópskum körfubolta sem munu taka þátt í keppninni næsta vetur. Þar má nefna lið eins og Cholet Basket frá Frakklandi, Panionios, PAOK Thessaloniki og AEK Athens frá Grikklandi, Lokomotiv Rostov og Spartak St. Petersburg frá Rússlandi. Keppnisfyrirkomulagið verður þannig að fyrst verður leikin forkeppni þar sem skorið verður úr því hvaða 16 lið komast í riðlakeppnina. Þar verða 4 fjögurra liða riðlar og liðin sem komast uppúr þeim munu leika í úrslitakeppni um titilinn. Það er ljóst að KR-ingar gætu mætt mjög sterkum liðum í þessarri keppni og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim mun ganga í vetur. Hægt er að lesa meira um keppnina og sjá hvaða lið eru skráð til leiks á heimasíðu [v+]http://www.fibaeurope.com/coid_oSAfebaIIvIn1AeCiv5p02.articleMode_on.html[v-]FIBA Europe[slod-]