9 júl. 2007Landslið Serbíu varð um helgina Evrópumeistari í keppni landsliða 18 ára og yngri. Serbía vann alla leiki sína í mótinu og sigraði Spán 72-48 í úrslitaleiknum. Jelena Milovanovic og Sonja Petrovic léku mjög vel fyrir Serbíu í úrslitaleiknum. Milovanovic skoraði 26 stig og var valin mikilvægasti leikmaður mótsins. Petrovic, sem hlaut þann heiður í fyrra, skoraði 21 stig og tók 13 fráköst í úrslitaleiknum. Spánn, sem vann mótið fyrra, lék vel í byrjun og komust yfir 26-25 um miðjan annan leikhluta. Eftir það náðu Serbarnir tökum á leiknum Spánverjar sáu ekki til sólar það sem eftir var af leiknum. Rússland vann bronsverðlaun eftir að þær sigruðu Pólland í leik um þriðja sætið. Fimm manna úrvalslið mótsins var skipað eftirfarandi stúlkum: Jelena Milovanovic (Serbía), Alba Torrens (Spánn), Natalia Vieru (Rússland), Olesya Maleshenko (Úkraína), Weronika Idzak (Pólland).
Serbía Evrópumeistarar U-18 kvenna
9 júl. 2007Landslið Serbíu varð um helgina Evrópumeistari í keppni landsliða 18 ára og yngri. Serbía vann alla leiki sína í mótinu og sigraði Spán 72-48 í úrslitaleiknum. Jelena Milovanovic og Sonja Petrovic léku mjög vel fyrir Serbíu í úrslitaleiknum. Milovanovic skoraði 26 stig og var valin mikilvægasti leikmaður mótsins. Petrovic, sem hlaut þann heiður í fyrra, skoraði 21 stig og tók 13 fráköst í úrslitaleiknum. Spánn, sem vann mótið fyrra, lék vel í byrjun og komust yfir 26-25 um miðjan annan leikhluta. Eftir það náðu Serbarnir tökum á leiknum Spánverjar sáu ekki til sólar það sem eftir var af leiknum. Rússland vann bronsverðlaun eftir að þær sigruðu Pólland í leik um þriðja sætið. Fimm manna úrvalslið mótsins var skipað eftirfarandi stúlkum: Jelena Milovanovic (Serbía), Alba Torrens (Spánn), Natalia Vieru (Rússland), Olesya Maleshenko (Úkraína), Weronika Idzak (Pólland).