8 júl. 2007Keflavík fékk Landsmótsbikarinn í körfubolta á 25. Landsmóti UMFÍ sem lauk í Kópavogi í dag. Keflavík vann ekki gull á mótinu en átti lið í úrslitaleikjum hjá bæði körlum og konum. Keflavík fékk samtals 180 stig eða 20 fleiri en lið ÍBR sem kom næst en bæði lið Íþróttabandalags Reykjavíkur enduðu í þriðja sæti. Landsmótsmeistarar Fjölnis (karla) og ÍBH (kvenna) enduðu hinsvegar í 3. og 4. sæti. Það má finna öll yfirlit yfir Landsmótið og stigaskor leikmanna í öllum leikjunum hér á KKÍ.is. Úrslitin og lokaröð liða má finna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=358 [v-]hér[slod-] en stigaskor leikmanna er [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=359[v-]hér[slod-] en þar er mótinu raðað upp eftir leikdögum. Lokastigatafla körfuboltakeppni Landsmótsins: 1. Keflavík 180 stig (90 hjá körlum - 90 hjá konum) 2. ÍBR 160 (80 hjá körlum - 80 hjá konum) 3. UMF Fjölnir 150 (100 hjá körlum - 50 hjá konum) 4. ÍBH 110 (10 hjá körlum - 100 hjá konum) 4. HSK 110 (40 hjá körlum - 70 hjá konum) 6. UMSB 90 (30 hjá körlum - 60 hjá konum) 7. UMSK 80 (40 hjá körlum - 40 hjá konum) 8. IBA 70 (70 hjá körlum) 9. UMFG 60 (60 hjá körlum) 10. HSH 20 (20 hjá körlum)