7 júl. 2007Nú eru línur farnar að skýrast á Landsmóti UMFÍ sem haldið er í Kópavogi um helgina. Riðlakeppninni er lokið komið á hreint hverjir leika í undanúrslitum mótsins. ÍBA voru efstir í A-riðli og mæta því Keflavík sem var í öðru sæti B-riðils. Fjölnir sigraði alla leiki B-riðils og mæta liði ÍBR sem enduðu í öðru sæti A-riðils. Sigurvegarar þessarra viðureigna mætast svo í úrslitaleik klukkan 12:00 á morgun en tapliðin leika um þriðja sætið. Hjá konunum mætast í undanúrslitum ÍBH og ÍBR annars vegar og Keflavík mætir liði HSK. ÍBH og Keflavík voru efst í sínum riðlum eftir riðlakeppnina. Undanúrslitaleikirnir verða klukkan 18:00 og 19:00 í dag. Staðan eftir riðlakeppnina: Karlar A - riðill ÍBA 5 5 0 299-201 10 ÍBR 5 4 1 215-152 8 UMFG 5 3 2 239-191 6 HSK 5 2 3 134-214 4 HSH 5 1 4 177-219 2 UÍA 5 0 5 90-197 0 B- riðill Fjölnir 5 5 0 232-193 10 Keflavík 5 4 1 254-205 8 Stjarnan 5 3 2 213-197 6 UMSK 5 2 3 242-247 4 UMSB 5 1 4 192-256 2 ÍBH 5 0 5 204-239 0 Konur A - riðill Keflavík 2 2 0 86-54 4 ÍBR 2 1 1 66-65 2 UMSB 2 0 2 50-83 0 B - riðill ÍBH 3 3 0 133-54 6 HSK 3 2 1 107-99 4 Fjölnir 3 1 2 85-107 2 UMSK 3 0 3 73-138 0 [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=358[v-]Leikjaplan og úrslit á Landsmóti[slod-]. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=359[v-]Stigaskor í leikjum á Landsmóti[slod-].