4 júl. 2007Búið er að draga í riðla og gefa út [v+]http://www.euroleague.net/news/i/14098/180/item[v-]leikjaplan[slod-] í Meistaradeild Evrópu. Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma eru í C-riðli og hefja leik gegn Evrópumeisturum Panathinaikos. Alls leika 24 lið í keppninni og skiptast þau í þrjá 8 liða riðla. Þetta er sterkasta körfuboltakeppni Evrópu og því má búast við mikið af stórleikjum í vetur. Unicaja Malaga, sem Pavel Ermolinskij leikur með, er í B-riðli og leika fyrst gegn [v+]http://www.arisbc.gr/[v-]Aris TT Bank[slod-] sem að urðu í öðru sæti í Grísku deildarkeppninni á síðasta tímabili. Jasmin Repesa, þjálfari Lottomatica Roma, sagði að þetta væri mjög erfiður riðill sem að lið hans hefði lent í. Það telst ekki auðvelt að lenda í riðli með liðum eins og Real Madrid, Barcelona og Panathinaikos. Fyrsta umferð riðlakeppninnar verður leikin 24.-25. október og síðasta umferðin verður 30.-31. janúar. [v+]http://www.euroleague.net/news/i/14107/180/2007-08-euroleague-draw-levels-and-procedure[v-]Riðlarnir[slod-] Hægt er að lesa meira um þetta á [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=3736&Itemid=40[v-]karfan.is[slod-].
Búið að draga í Meistaradeildinni
4 júl. 2007Búið er að draga í riðla og gefa út [v+]http://www.euroleague.net/news/i/14098/180/item[v-]leikjaplan[slod-] í Meistaradeild Evrópu. Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma eru í C-riðli og hefja leik gegn Evrópumeisturum Panathinaikos. Alls leika 24 lið í keppninni og skiptast þau í þrjá 8 liða riðla. Þetta er sterkasta körfuboltakeppni Evrópu og því má búast við mikið af stórleikjum í vetur. Unicaja Malaga, sem Pavel Ermolinskij leikur með, er í B-riðli og leika fyrst gegn [v+]http://www.arisbc.gr/[v-]Aris TT Bank[slod-] sem að urðu í öðru sæti í Grísku deildarkeppninni á síðasta tímabili. Jasmin Repesa, þjálfari Lottomatica Roma, sagði að þetta væri mjög erfiður riðill sem að lið hans hefði lent í. Það telst ekki auðvelt að lenda í riðli með liðum eins og Real Madrid, Barcelona og Panathinaikos. Fyrsta umferð riðlakeppninnar verður leikin 24.-25. október og síðasta umferðin verður 30.-31. janúar. [v+]http://www.euroleague.net/news/i/14107/180/2007-08-euroleague-draw-levels-and-procedure[v-]Riðlarnir[slod-] Hægt er að lesa meira um þetta á [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=3736&Itemid=40[v-]karfan.is[slod-].