28 jún. 2007Nýliðaval [v+]http://www.nba.com/draft2007/index.html[v-]NBA[slod-] deildarinnar verður haldið í kvöld í New York. Þessi atburður vekur mikla eftirtekt enda getur verið mjög áhugavert að sjá hvað framkvæmdastjórar NBA liðanna ákveða að gera. Körfuboltasérfræðingar vestanhafs telja nokkuð öruggt að Greg Oden verði valinn fyrstur af Portland Trailblazers og að Kevin Durant verði valinn númer tvö af Seattle Supersonics. Eftir það er erfiðara að spá í hvaða röð leikmenn verða valdir en miklar vangaveltur eru um það hvort liðin skipti valréttum sínum fyrir leikmenn eða aðra valrétti. Hægt er að lesa mikið um komandi nýliðaval á netinu. Þar má meðal annars finna þessa [v+]http://www.nba.com/draft2007/board/mocks_070625.html[v-]spá um nýliðavalið á NBA síðunni[slod-]. Einnig er hægt að lesa skemmtilegan [v+]http://sports.espn.go.com/espn/page2/story?page=simmons/070620[v-]pistil[slod-] þar sem Bill Simmons skrifar um hvað NBA liðin ættu að gera í tengslum við valið. [v+]http://sports.espn.go.com/espn/page2/story?page=nbamockdraft/070627[v-]Sérfræðingar ESPN velja fyrir liðin[slod-]. Hægt er að sjá [v+]http://sports.espn.go.com/nba/draft2007/columns/story?columnist=bilas_jay&page=VideoAnalysis07[v-]myndbrot[slod-] af þeim leikmönnum sem talið er að verði valdir snemma í valinu. Nýliðavalið hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma í kvöld.