26 jún. 2007Undirbúningur fyrir Evrópukeppni landsliða er hafinn hjá A-landsliði kvenna. Guðjón Skúlason, landsliðsþjálfari, kallaði saman æfinghóp sem æfði í gær í Reykjanesbæ og mun æfa á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og á morgun. Stefnt er að því að liðið komi svo aftur saman um miðjan júlí og taki góða æfingatörn. Liðið mun svo æfa mjög stíft frá 7. ágúst. Fyrsti leikur liðsins verður laugardaginn 1. september gegn Hollandi. Leikurinn verður á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 16:00. Þessi leikur er gífurlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. Ef að sigur vinnst í honum þá eigum við góða möguleika á því að komast áfram í keppninni. Ísland tapaði naumlega fyrir Hollandi í fyrri umferðinni síðasta haust [v+] http://www.fibaeurope.com/cid_f43ulKJBGLcVnbH-aqLVu2.gameID_4946-A-2-1.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_4943.teamID_300.html[v-]66-61[slod-]. Með góðum stuðningi áhorfenda ætti liðið því að eiga góðan möguleika á því að komast áfram í keppninni. Leikurinn gegn Hollandi verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Íslenska liðið leikur svo viku seinna, 8. september, gegn Noregi og 15. september mæta þær Írum. Báðir þessir leikir munu fara fram á útivelli. Ísland sigraði Íra síðastliðið haust en tapaði fyrir Norðmönnum.