22 jún. 2007Í haust munu karla og kvennalandslið Íslands í körfubolta leika í Evrópukeppni landsliða. Þetta verður seinni hluti keppninnar sem að liðin tóku þátt í síðasta haust. Íslenska kvennaliðið mun leika einn leik heima í haust og tvo erlendis. Ísland mætir Hollandi 1. september klukkan 16:00 að Ásvöllum. Holland er taplaust í riðlinum en Ísland var mjög nálægt því að vinna í Hollandi. Lokatölur leiksins voru [v+] http://www.fibaeurope.com/cid_f43ulKJBGLcVnbH-aqLVu2.gameID_4946-A-2-1.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_4943.teamID_300.html[v-]61-66[slod-]. 8. september mun liðið svo mæta Noregi á útivelli og 15. september munu stelpurnar leika lokaleikinn gegn Írum á Írlandi. Íslenska karlalandsliðið á eftir að leika tvo heimaleiki og einn útileik. Laugardaginn 25. ágúst mun liðið mæta Finnum á útivelli. Miðvikudaginn 29. ágúst, klukkan 20:15 mun liðið svo taka á móti Georgíu í Laugardalshöll. Í liði Georgíu eru nokkrir þekktir leikmenn, sá þekktasti þeirra er [v+] http://www.nba.com/playerfile/zaza_pachulia/index.html[v-]Zaza Pachulia[slod-] sem hefur verið að gera það gott í NBA deildinni. Miðvikudaginn 5. september klukkan 20:15 mun liðið svo taka á móti Austurríki í Laugardalshöll í lokaleik liðsins þetta haustið. Íslensku liðin ætla sér að ná góðum árangri í leikjunum í haust, Íslenska karlaliðið er nýbúið að ná í gullið á Smáþjóðaleikunum og ná vonandi að fylgja þeim árangri eftir. Allir heimaleikirnir verða í beinni útsendingu á [v+] http://ruv.is/[v-]RÚV[slod-].