19 jún. 2007Eftir að Spánverjar urðu heimsmeistarar í körfuknattleik síðastliðið haust hafa vinsældir körfuboltans þar aukist mikið. Skráðir iðkendur hjá Spænska körfuknattleikssambandinu, [v+]http://www.feb.es/[v-]FEB[slod-], eru núna 340.855 sem er aukning um rúmlega 20.000 manns. Liðum hjá sambandinu hefur einnig fjölgað um tæplega 3000 á einu ári en þau eru núna 27.721. Spánverjar rekja þessa fjölgun til heimsmeistaratitilsins sem að vannst í Japan og Evrópukeppni landsliða, sem að verður haldin á Spáni í september. Spænskir leikmenn eins og Pau Gasol, Juan Carlos Navarro og Jorge Carbajosa hafa orðið mjög vinsælir um allan heim. Aukinn áhugi á körfubolta á Spáni hefur einnig komið fram í gífurlega mikilli miðasölu á Evrópukeppnina.
Körfuboltinn í mikilli sókn á Spáni
19 jún. 2007Eftir að Spánverjar urðu heimsmeistarar í körfuknattleik síðastliðið haust hafa vinsældir körfuboltans þar aukist mikið. Skráðir iðkendur hjá Spænska körfuknattleikssambandinu, [v+]http://www.feb.es/[v-]FEB[slod-], eru núna 340.855 sem er aukning um rúmlega 20.000 manns. Liðum hjá sambandinu hefur einnig fjölgað um tæplega 3000 á einu ári en þau eru núna 27.721. Spánverjar rekja þessa fjölgun til heimsmeistaratitilsins sem að vannst í Japan og Evrópukeppni landsliða, sem að verður haldin á Spáni í september. Spænskir leikmenn eins og Pau Gasol, Juan Carlos Navarro og Jorge Carbajosa hafa orðið mjög vinsælir um allan heim. Aukinn áhugi á körfubolta á Spáni hefur einnig komið fram í gífurlega mikilli miðasölu á Evrópukeppnina.