15 jún. 2007Nú eru úrslitakeppnir að ná hámarki í mörgum af sterkustu deildum Evrópu. Úrslitaeinvígi eru hafin á Ítalíu, Grikklandi. Á Grikklandi mætast stórliðin Panathinaikos og Olympiacos. Þessi lið eru bæði sögufræg í Evrópskum körfubolta. Nýkrýndir Evrópudeildarmeistarar Panathinaikos náðu 2-1 forystu í einvíginu eftir að hafa sigrað Olympiacos 86-85 í æsispennandi, framlengdum leik. Panathinaikos þarf því aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér Gríska titilinn. Það verður þó ekki auðvelt fyrir þá að sigra á heimavelli Olympiacos. Montepaschi Siena og Virtus Bologna mætast í úrslitum ítölsku deildarinnar. Þar náði Montepaschi 1-0 forystu eftir að hafa unnið fyrsta leikinn 81-71. Það lið sem fyrr sigrar 3 leiki verður ítalskur meistari. Terrell McIntyre var stigahæstur hjá Montepaschi með 22 stig en 5 leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum.
Úrslit að ráðast í Evrópu
15 jún. 2007Nú eru úrslitakeppnir að ná hámarki í mörgum af sterkustu deildum Evrópu. Úrslitaeinvígi eru hafin á Ítalíu, Grikklandi. Á Grikklandi mætast stórliðin Panathinaikos og Olympiacos. Þessi lið eru bæði sögufræg í Evrópskum körfubolta. Nýkrýndir Evrópudeildarmeistarar Panathinaikos náðu 2-1 forystu í einvíginu eftir að hafa sigrað Olympiacos 86-85 í æsispennandi, framlengdum leik. Panathinaikos þarf því aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér Gríska titilinn. Það verður þó ekki auðvelt fyrir þá að sigra á heimavelli Olympiacos. Montepaschi Siena og Virtus Bologna mætast í úrslitum ítölsku deildarinnar. Þar náði Montepaschi 1-0 forystu eftir að hafa unnið fyrsta leikinn 81-71. Það lið sem fyrr sigrar 3 leiki verður ítalskur meistari. Terrell McIntyre var stigahæstur hjá Montepaschi með 22 stig en 5 leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum.