12 jún. 2007Í kvöld mun koma í ljós hverjir munu mætast í úrslitum [v+]http://www.feb.es/DesktopDefault.aspx?tabid=47[v-]ACB deildarinnar[slod-] á Spáni. Topplið deildarinnar [v+]http://www.eurobasket.com/team.asp?Cntry=ESP&Team=108[v-]Tau Ceramica[slod-] mætir liði [v+]http://www.eurobasket.com/team.asp?Cntry=ESP&Team=100[v-]Barcelona[slod-] á heimavelli sínum. Barcelona, sem að voru í fjórða sæti deildarinnar, komust 2-1 yfir í einvíginu en Tau náði að jafna metin í síðasta leik. Í hinni viðureigninni mætast [v+]http://www.eurobasket.com/team.asp?Cntry=ESP&Team=86[v-]Real Madrid[slod-] og [v+]http://www.eurobasket.com/team.asp?Cntry=ESP&Team=86[v-]DKV Joventud[slod-]. Real varð í öðru sæti deildarinnar í vetur og Joventud í því þriðja. Real Madrid náði, líkt og Tau Ceramica, að jafna einvígið og tryggja sér oddaleik með sigri í síðasta leik. Þarna mætast fjögur efstu lið spænsku ACB deildarinnar, sem er af mörgum talin ein sú sterkasta í Evrópu. Þetta eru því sannkallaðir stórleikir og það verður mjög áhugavert að sjá hverjir komast í úrslitin. Í liðunum eru margir þekktir leikmenn. Þar má m.a. nefna menn eins og Juan Carlos Navarro, Luis Scola, Ricard Rubio, Axel Hervelle og Felipe Reyes.