11 jún. 2007San Antonio Spurs eru komnir 2-0 yfir gegn Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. Þeir sigruðu annan leikinn í einvíginu [v+]http://sports.espn.go.com/nba/boxscore?gameId=270610024[v-]103-92[slod-] á heimavelli sínum í nótt. San Antonio náði snemma undirtökunum í leiknum og virtust vera búnir að tryggja sér sigurinn þegar þriðja leikhluta var lokið. Cleveland kom þó með mjög góðan sprett í fjórða leikhluta og náði að minnka muninn niður í 7 stig á tímabili. Munurinn var þó of mikill fyrir Cleveland gegn sterku liði Spurs og eru San Antonio því komnir í góða stöðu. Stjörnurnar þrjár hjá San Antonio áttu allir góðan leik. Tony Parker var stigahæstur í leiknum með 30 stig, Tim Duncan skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og sendi 8 stoðsendingar og Manu Ginobili skoraði 25 stig. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 25 stig. Næstu 3 leikir fara fram á heimavelli Cleveland. Það má ekki afskrifa þá í þessu einvígi því að þeir leika mun betur á heimavelli og voru í sömu stöðu í einvíginu gegn Detroit Pistons. Það má því búast við að leikur þrjú verði hörkuspennandi.