11 jún. 2007Í dag hófust Afreksbúðir KKÍ í Kennaraháskólanum. Afreksbúðirnar eru ætlaðar fyrir einstaklinga sem að eiga möguleika á því að verða afreksmenn í körfuknattleik. Afreksbúðirnar verða haldnar á virkum dögum frá 9-13 fram að verslunarmannahelgi. Æfingarnar munu fara fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík 11.- 23. júní en í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 25. júní til 3. ágúst. Stjórnandi æfingabúðanna er Benedikt Guðmundsson, unglingalandsliðsþjálfari KKÍ. Á æfingunum eru krakkarnir að vinna í ýmsum atriðum til þess að bæta sig sem körfuknattleiksmenn. Þetta er frábært tækifæri fyrir krakkana til þess að taka stórstígum framförum.
Afreksbúðir KKÍ
11 jún. 2007Í dag hófust Afreksbúðir KKÍ í Kennaraháskólanum. Afreksbúðirnar eru ætlaðar fyrir einstaklinga sem að eiga möguleika á því að verða afreksmenn í körfuknattleik. Afreksbúðirnar verða haldnar á virkum dögum frá 9-13 fram að verslunarmannahelgi. Æfingarnar munu fara fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík 11.- 23. júní en í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 25. júní til 3. ágúst. Stjórnandi æfingabúðanna er Benedikt Guðmundsson, unglingalandsliðsþjálfari KKÍ. Á æfingunum eru krakkarnir að vinna í ýmsum atriðum til þess að bæta sig sem körfuknattleiksmenn. Þetta er frábært tækifæri fyrir krakkana til þess að taka stórstígum framförum.