9 jún. 2007Ísland og Kýpur mætast kl. 13:00 í dag á Smáþjóðaleikunum í körfubolta, en þetta er í sextánda sinn sem þjóðirnar mætast. Vinni íslenska liðið tryggir það sér sigur á Smáþjóðaleikunum í fyrsta sinn síðan 1993. Ísland og Kýpur hafa mæst 15 sinnum og hafa Íslendingar unnið 8 af 15 leikjum. Hins vegar hefur Kýpur unnið fimm síðustu viðureignir liðanna, en Ísland vann Kýpur síðast árið 1999. Kýpverjar hófu mótið vel og sigruðu örugglega í fyrstu þremur leikjum sínum. Þeir mættu hins vegar ofjörlum sínum í gær og töpuðu með þremur stigum fyrir Lúxemborg. Þau úrslit opna ýmsa möguleika fyrir leik dagsins. 1) Vinni Ísland leikinn er gullið tryggt og Lúxemborg endar í öðru sæti. 2) Vinni Kýpur með 14 stigum eða færri vinnur Ísland leikana og Kýpur endar í öðru sæti. 3) Vinni Kýpur með 15 stigum eða fleiri vinnur Kýpur leikana og Ísland endar í öðru sæti. Fjórði möguleikinn er að Ísland endi mótið í þriðja sæti, en til að það gerist verður Kýpur að vinna leikinn með 52 stigum eða meira, en þá myndi Lúxemborg hirða annað sætið. Leikurinn hefst kl.13:00
Úrslitaleikur við Kýpur í dag
9 jún. 2007Ísland og Kýpur mætast kl. 13:00 í dag á Smáþjóðaleikunum í körfubolta, en þetta er í sextánda sinn sem þjóðirnar mætast. Vinni íslenska liðið tryggir það sér sigur á Smáþjóðaleikunum í fyrsta sinn síðan 1993. Ísland og Kýpur hafa mæst 15 sinnum og hafa Íslendingar unnið 8 af 15 leikjum. Hins vegar hefur Kýpur unnið fimm síðustu viðureignir liðanna, en Ísland vann Kýpur síðast árið 1999. Kýpverjar hófu mótið vel og sigruðu örugglega í fyrstu þremur leikjum sínum. Þeir mættu hins vegar ofjörlum sínum í gær og töpuðu með þremur stigum fyrir Lúxemborg. Þau úrslit opna ýmsa möguleika fyrir leik dagsins. 1) Vinni Ísland leikinn er gullið tryggt og Lúxemborg endar í öðru sæti. 2) Vinni Kýpur með 14 stigum eða færri vinnur Ísland leikana og Kýpur endar í öðru sæti. 3) Vinni Kýpur með 15 stigum eða fleiri vinnur Kýpur leikana og Ísland endar í öðru sæti. Fjórði möguleikinn er að Ísland endi mótið í þriðja sæti, en til að það gerist verður Kýpur að vinna leikinn með 52 stigum eða meira, en þá myndi Lúxemborg hirða annað sætið. Leikurinn hefst kl.13:00