8 jún. 2007Lottomatica Roma, lið Jóns Arnórs Stefánssonar, tapaði fjórða leiknum gegn Montepaschi Siena í undanúrslitum ítölsku deildarinnar í körfuknattleik. Þeir töpuðu því einvíginu 3-1. Liðsmenn Roma virtust ekki hafa náð sér eftir að hafa leikið þrjár framlengingar og tapað í leik fjögur. Þeir náðu sér aldrei á strik í leiknum en sterkt lið Montepaschi lék vel og sigraði [v+]http://195.56.77.208/game/?id=62945[v-]49-70[slod-]. Lonny Baxter og Sato Romain voru stigahæstir hjá Montepaschi með 15 stig hvor. Hjá Roma var Dejan Bodiroga stigahæstur með 12 stig. Jón Arnór lék í 21 mínútu og skoraði 9 stig. Þrátt fyrir að vera dottnir úr leik þá mega liðsmenn Roma vera nokkuð sáttir við tímabilið en liðið lék vel seinni hluta tímabilsins og náði að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni á næsta ári.