7 jún. 2007[v+] http://www.nba.com/finals2007/index.html[v-]Úrslitaeinvígi NBA deildarinnar[slod-] hefst í nótt klukkan 1:00 í San Antonio. Þar mætast [v+] http://www.nba.com/spurs/news/playoffs_2007.html[v-]San Antonio Spurs[slod-] og [v+] http://www.nba.com/cavaliers/2007Finals_IntroG1_070608.html[v-]Cleveland Cavaliers[slod-]. Leikurinn verður í beinni útsendingu á [v+] http://syn.visir.is/[v-]Sýn[slod-]. San Antonio Spurs þykja sigurstranglegri í þessu einvígi en þeir unnu 58 af 82 leikjum sínum á leiktímabilinu. Síðan lögðu þeir Denver Nuggets, Phoenix Suns og Utah Jazz á leið sinni í úrslitin. San Antonio hefur unnið þrjá titla síðan 1999 og hefur stjörnur eins og [v+] http://www.nba.com/playerfile/tim_duncan/index.html[v-]Tim Duncan[slod-], [v+] http://www.nba.com/playerfile/tony_parker/index.html[v-]Tony Parker[slod-] og [v+] http://www.nba.com/playerfile/emanuel_ginobili/index.html[v-]Manu Ginobili[slod-] í leikmannahópi sínum. Cleveland Cavaliers komu mörgum á óvart með því að komast alla leið í úrslit deildarinnar. Þeir unnu 50 leiki á tímabilinu en töpuðu 32. Í úrslitakeppninni lögðu þeir Washington Wizards, New Jersey Nets og Detroit Pistons að velli og komust þar með í úrslit NBA í fyrsta sinn í sögu félagsins. Með Cleveland Cavaliers leikur [v+] http://www.nba.com/playerfile/lebron_james/index.html[v-]LeBron James[slod-], sem að er orðinn einn þekktasti leikmaður heims í dag. Hann hefur leikið frábærlega í úrslitakeppninni og vakti mikla athygli þegar hann skoraði 48 stig í 5 leik einvígisins gegn Detroit. Það er ljóst að San Antonio mun leggja mikla áherslu á að stoppa LeBron James í þessu einvígi. Það mun því mikið mæða á meðspilurum James í Cleveland liðinu. Flestir körfuboltasérfræðingar telja að þeir verði að leika vel til þess að Cleveland eigi möguleika á að vinna NBA titilinn. Það er á hreinu að körfuboltaáhugamenn eiga í vændum frábæra skemmtun enda tvö af sterkustu liðum deildarinnar að mætast þarna. [v+] http://www.nba.com/finals2007/news/pippen_070605.html[v-]Scottie Pippen spáir í spilin[slod-] [v+] http://www.nba.com/playoffs2007/news/billrussell_postseason.html[v-]Bill Russell ræðir um úrslitaeinvígið[slod-] [v+] http://www.nba.com/video/vault/[v-]Myndbrot úr úrslitum NBA deildarinnar[slod-].