4 jún. 2007A-landslið karla kom til Mónakó um hálf tíu leitið að staðartíma í gærkvöldi eftir um það bil 13 klst ferðalag. Bjartsýni og ánægja er í íslenska hópnum og setur liðið markið hátt fyrir þessa leika. Lagt var af stað klukkan 5:00 að íslenskum tíma úr Laugardal. Flogið var til Milano og svo keyrt þaðan til Mónakó. Íslenski hópurinn gistir á skemmtiferðaskipi í höfninni í Mónakó með öllum þátttakendunum á Smáþjóðaleikunum. Fyrsta æfingin hjá liðinu var í morgun og gekk vel. Leikmenn og þjálfarar voru ánægðir með aðstöðuna í Mónakó. Í dag mun liðið svo safna orku fyrir fyrsta leikinn sem að verður á morgun klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Þá munu strákarnir mæta Andorra. Opnunarhátíðin verður í kvöld klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Fjölmiðlamenn frá RÚV og mbl eru í Mónakó og ætla að gera smáþjóðaleikunum góð skil á sýnum miðlum. Einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á [v+] http://www.monaco2007.mc/index.php[v-]heimasíðu mótsins[slod-] og að sjálfsögðu á kki.is. Leikjaplan íslenska liðsins: Þriðjudagur 5. júní kl. 13:30 Ísland-Andorra Miðvikudagur 6. júní kl. 16:00 Ísland-Lúxemburg Fimmtudagur 7. júní kl. 18:30 Ísland-Mónakó Föstudagur 8. júní kl. 16:00 Ísland-San Marinó Laugardagur 9. júní kl. 13:00 Ísland-Kýpur
Strákunum líður vel í Mónakó
4 jún. 2007A-landslið karla kom til Mónakó um hálf tíu leitið að staðartíma í gærkvöldi eftir um það bil 13 klst ferðalag. Bjartsýni og ánægja er í íslenska hópnum og setur liðið markið hátt fyrir þessa leika. Lagt var af stað klukkan 5:00 að íslenskum tíma úr Laugardal. Flogið var til Milano og svo keyrt þaðan til Mónakó. Íslenski hópurinn gistir á skemmtiferðaskipi í höfninni í Mónakó með öllum þátttakendunum á Smáþjóðaleikunum. Fyrsta æfingin hjá liðinu var í morgun og gekk vel. Leikmenn og þjálfarar voru ánægðir með aðstöðuna í Mónakó. Í dag mun liðið svo safna orku fyrir fyrsta leikinn sem að verður á morgun klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Þá munu strákarnir mæta Andorra. Opnunarhátíðin verður í kvöld klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Fjölmiðlamenn frá RÚV og mbl eru í Mónakó og ætla að gera smáþjóðaleikunum góð skil á sýnum miðlum. Einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á [v+] http://www.monaco2007.mc/index.php[v-]heimasíðu mótsins[slod-] og að sjálfsögðu á kki.is. Leikjaplan íslenska liðsins: Þriðjudagur 5. júní kl. 13:30 Ísland-Andorra Miðvikudagur 6. júní kl. 16:00 Ísland-Lúxemburg Fimmtudagur 7. júní kl. 18:30 Ísland-Mónakó Föstudagur 8. júní kl. 16:00 Ísland-San Marinó Laugardagur 9. júní kl. 13:00 Ísland-Kýpur