1 jún. 2007Laugardaginn 2. júní 2007 verður körfuknattleiksmót í Grindavík fyrir stúlkur í 7. flokki. Mótið er hluti af hátíðarhöldunum (Sjóarinn síkáti) í Grindavík þessa helgi í tilefni sjómannadagsins. Það er hinn góði og duglegi körfuknattleiksmaður Ellert S. Magnússon sem stendur á bak við þetta mót. Flestir leikmennirnir á mótinu eru fæddir 1994 en þar verða einnig efnilegir leikmenn fæddir 1995 og nokkrar 1993 stelpur. Grindavík verður með tvö lið á mótinu, KR verður einnig með tvö lið og Keflavík og Njarðvík verða með sitthvort liðið. Leikið verður í tveimur riðlum og síðan spilað upp á sæti. Í A-riðli eru Grindavík 1, KR 1 og Keflavík, í B-riðli eru Grindavík 2, Njarðvík og KR 2. Fyrstu leikir byrja kl. 10:00 og mótinu lýkur með úrslitaleik sem á að byrja kl. 13:30.