23 maí 2007Það er alltaf gaman að sjá þegar körfuboltafólki gengur vel utan vallar. Í Fréttablaðinu í gær er auglýsing frá Menntaskólanum Hraðbraut þar sem er mynd af Margréti Köru Sturludóttur leikmanni Keflavíkur og unglingalandsliðs kvenna. Um hana stendur í auglýsingunni: „Margrét Kara Sturludóttir er 17 ára. Hún er að ljúka stúdentsprófi og er á sérstökum heiðurslista yfir úrvalsnemendur Hraðbrautar. Hún er í landsliðinu í körfubolta og var nýlega varlin í 5 manna lið ársins ásamt því að vera valin efnilegasti ungi leikmaðurinn.” Sannarlega góð umsögn um Margréti Köru sem einmitt var fyrirliði U18 ára stúlknaliðsins á NM á dögunum. KKÍ þykir ánægjulegt að sjá unga og efnilega körfuknattleiksiðkendur standa sig vel í námi.
Margrét Kara stendur sig vel í náminu
23 maí 2007Það er alltaf gaman að sjá þegar körfuboltafólki gengur vel utan vallar. Í Fréttablaðinu í gær er auglýsing frá Menntaskólanum Hraðbraut þar sem er mynd af Margréti Köru Sturludóttur leikmanni Keflavíkur og unglingalandsliðs kvenna. Um hana stendur í auglýsingunni: „Margrét Kara Sturludóttir er 17 ára. Hún er að ljúka stúdentsprófi og er á sérstökum heiðurslista yfir úrvalsnemendur Hraðbrautar. Hún er í landsliðinu í körfubolta og var nýlega varlin í 5 manna lið ársins ásamt því að vera valin efnilegasti ungi leikmaðurinn.” Sannarlega góð umsögn um Margréti Köru sem einmitt var fyrirliði U18 ára stúlknaliðsins á NM á dögunum. KKÍ þykir ánægjulegt að sjá unga og efnilega körfuknattleiksiðkendur standa sig vel í námi.