22 maí 2007Gífurlega góð þátttaka verður í úrvalsbúðum KKÍ sem að haldnar verða í sumar. Félögin hafa tilnefnt um það bil 270 krakka til þess að taka þátt í búðunum sem að verða haldnar 9.-10. júní næstkomandi. Búðirnar eru fyrir efnilega krakka sem fæddir eru 1994,1995 og 1996. Þjálfarar félaganna í landinu hafa tilnefnt efnilega krakka sem að munu taka þátt í úrvalsbúðunum. Þjálfarar unglingalandsliðanna munu sjá um búðirnar. Í ár verða haldnar sér búðir fyrir stráka og stelpur. Strákarnir munu verða í Seljaskóla í Breiðholti en tilkynnt verður síðar hvar stelpurnar verða til húsa. Síðari hluti úrvalsbúðanna verður svo haldinn 25.-26. ágúst. Þá munu þjálfararnir minnka hópinn frá fyrri búðunum. Í ágúst munu stelpurnar verða í Smáranum í Kópavogi en strákarnir verða áfram í Seljaskóla. Fljótlega munu verða send út bréf til krakkanna sem eru tilnefndir í búðirnar og munu þar koma fram nánari upplýsingar.