20 maí 2007Það eru fleiri en strákarnir í 16 ára landsliði drengja sem taka þátt í úrslitaleik á morgun, því dómararnir fjórir eru allir að dæma úrslitaleiki mótsins. Björgvin Rúnarsson ríður á vaðið þegar hann dæmir úrslitaleik 18 ára kvenna milli Svíþjóðar og Finnlands. Meðdómarar hans í leiknum eru Andreas Lind frá Noregi og Rune Larsen frá Danmörku. Seinni úrslitaleiki dagsins dæma hinir þrír íslensku dómararnir. Guðni E. Guðmundsson og Davíð K. Hreiðarsson dæma ásamt Lindu Evensen frá Noregi úrslitaleik 16 ára kvenna. Á sama tíma dæmir Kristinn Óskarsson úrslitaleik 18 ára drengja ásamt Marku Karpinen frá Finnlandi og Jan Hendrik Lunde frá Noregi. Eins og áður á NM er það mál manna að íslensku dómararnir hafa skarað fram úr á mótinu og er þessi niðurröðun vitnisburður um að svo sé.
Íslensku dómararnir góðir á NM
20 maí 2007Það eru fleiri en strákarnir í 16 ára landsliði drengja sem taka þátt í úrslitaleik á morgun, því dómararnir fjórir eru allir að dæma úrslitaleiki mótsins. Björgvin Rúnarsson ríður á vaðið þegar hann dæmir úrslitaleik 18 ára kvenna milli Svíþjóðar og Finnlands. Meðdómarar hans í leiknum eru Andreas Lind frá Noregi og Rune Larsen frá Danmörku. Seinni úrslitaleiki dagsins dæma hinir þrír íslensku dómararnir. Guðni E. Guðmundsson og Davíð K. Hreiðarsson dæma ásamt Lindu Evensen frá Noregi úrslitaleik 16 ára kvenna. Á sama tíma dæmir Kristinn Óskarsson úrslitaleik 18 ára drengja ásamt Marku Karpinen frá Finnlandi og Jan Hendrik Lunde frá Noregi. Eins og áður á NM er það mál manna að íslensku dómararnir hafa skarað fram úr á mótinu og er þessi niðurröðun vitnisburður um að svo sé.