19 maí 2007Íslensku liðin hafa unnið tvo leiki og tapað einum í dag. 16 ára lið kvenna keppir núna kl. 13 við Norðmenn. 16 ára lið karla unnu góðan baráttusigur á Finnum í hörkuleik, 76-65. Finnar leiddu stóran hluta leiksins en íslensku strákarnir náðu sigri af miklu harðfylgi. Með sigrinum tryggðu þeir sér sæti í úrslitaleik mótsins. 18 ára lið kvenna unnu stóran sigur á Noregi, 82-51. Stelpurnar höfðu leikið ágætlega á mótinu fram til þessa, en náðu loksins virkilega góðum leik og höfðu því auðveldan sigur á norsku stúlkunum. Stúlkurnar leika því um bronsið á morgun. 18 ára lið karla tapaði gegn Svíum 59-69. Leikurinn var nokkuð jafn, en Íslendingar höfðu þó frumkvæðið lengst af. Svíarnir náðu svo að sigla fram úr í lokin og hafa sigur. Tapið þýðir að íslensku strákarnir enda í fimmta og síðasta sæti. 16 ára lið kvenna leikur núna kl. 13 við Norðmenn, en vinni þær þann leik komast þær í leikinn um þriðja sætið. Nánar verður fjallað um leikina síðar í dag.
Tveir sigrar og eitt tap
19 maí 2007Íslensku liðin hafa unnið tvo leiki og tapað einum í dag. 16 ára lið kvenna keppir núna kl. 13 við Norðmenn. 16 ára lið karla unnu góðan baráttusigur á Finnum í hörkuleik, 76-65. Finnar leiddu stóran hluta leiksins en íslensku strákarnir náðu sigri af miklu harðfylgi. Með sigrinum tryggðu þeir sér sæti í úrslitaleik mótsins. 18 ára lið kvenna unnu stóran sigur á Noregi, 82-51. Stelpurnar höfðu leikið ágætlega á mótinu fram til þessa, en náðu loksins virkilega góðum leik og höfðu því auðveldan sigur á norsku stúlkunum. Stúlkurnar leika því um bronsið á morgun. 18 ára lið karla tapaði gegn Svíum 59-69. Leikurinn var nokkuð jafn, en Íslendingar höfðu þó frumkvæðið lengst af. Svíarnir náðu svo að sigla fram úr í lokin og hafa sigur. Tapið þýðir að íslensku strákarnir enda í fimmta og síðasta sæti. 16 ára lið kvenna leikur núna kl. 13 við Norðmenn, en vinni þær þann leik komast þær í leikinn um þriðja sætið. Nánar verður fjallað um leikina síðar í dag.