19 maí 2007Sextán ára lið karla komst í dag í úrslitaleikinn á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð með því að vinna flottan ellefu stiga sigur á Finnum, 76-65. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins á mótinu og strákarnir komu sterkir til baka eftir tapið gegn Dönum í gær. Íslensku strákarnir mæta Svíum í úrslitaleiknum en þeir unnu leikinn við heimamenn Svía með 13 stigum í riðlakeppninni og eiga því góða möguleika á að verða Norðurlandameistarar á morgun. Finnar byrjuðu leikinn betur og íslensku strákarnir voru að elta þá fram eftir leik. Finnar komust í 8-13 og 12-16 og voru fimm stigum yfir, 14-19, eftir fyrsta leikhlutann. Finnar skoruðu síðan sex fyrstu stigin í öðrum leikhluta og voru þá komnir 11 stigum yfir, 14-25, og útlitið var ekki alltof bjart. Benedikt Guðmundsson tók þá leikhlé og í framhaldinu komu 12 íslensk stig í röð þar af skoraði fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson 7 þeirra. Ægir Þór, sem hefur verið frábær á mótinu, skoraði alls 14 stig í leiknum. Leikurinn hélst síðan jafn, staðan var 35-35 í hálfleik og finnska liðið var einu stigi yfir, 53-52, þegar lokaleikhlutinn hófst. Íslensku strákarnir áttu hinsvegar mun meira inni á lokasprettinum, skoruðu fyrst fimm stig í röð í upphafi fjórða leikhluta og gerðu síðan út um leikinn með því að skora sjö stig í röð og koma muninum upp í 10 stig, 62-72. Að lokum skildu 11 stig liðin af. Arnþór Guðmundsson og Haukur Óskarsson fóru fyrir íslenska liðinu í stigaskoruninni og skoruðu saman 41 stig en annars er sama hvar komið er niður í liðinu, hver einasti leikmaður liðsins hefur mikilvægt hlutverk og sinnir því vel. Þorgrímur Björnsson og Trausti Eiríksson voru gríðarlega öflugir í fráköstunum, Ægir Þór Steinarsson er spila geysivel fyrir liðið og menn eins og Haukur Helgi Pálsson og Tómas Tómasson koma ávallt með sterka innkomu af bekknum. 16 ára strákar: Ísland-Finnland 76-65 Stigaskorið: Arnþór Guðmundsson 22 (8 fráköst, 3 stoðsendingar) Haukur Óskarsson 19 (5 fráköst) Ægir Þór Steinarsson 14 Þorgrímur Björnsson 8 (10 fráköst) Haukur Helgi Pálsson 6 (4 fráköst) Tómas Tómasson 3 Trausti Eiríksson 2 (10 fráköst) Daði Berg Grétarsson 2
Strákarnir áttu lokamínúturnar og eru komnir í úrslitaleikinn
19 maí 2007Sextán ára lið karla komst í dag í úrslitaleikinn á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð með því að vinna flottan ellefu stiga sigur á Finnum, 76-65. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins á mótinu og strákarnir komu sterkir til baka eftir tapið gegn Dönum í gær. Íslensku strákarnir mæta Svíum í úrslitaleiknum en þeir unnu leikinn við heimamenn Svía með 13 stigum í riðlakeppninni og eiga því góða möguleika á að verða Norðurlandameistarar á morgun. Finnar byrjuðu leikinn betur og íslensku strákarnir voru að elta þá fram eftir leik. Finnar komust í 8-13 og 12-16 og voru fimm stigum yfir, 14-19, eftir fyrsta leikhlutann. Finnar skoruðu síðan sex fyrstu stigin í öðrum leikhluta og voru þá komnir 11 stigum yfir, 14-25, og útlitið var ekki alltof bjart. Benedikt Guðmundsson tók þá leikhlé og í framhaldinu komu 12 íslensk stig í röð þar af skoraði fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson 7 þeirra. Ægir Þór, sem hefur verið frábær á mótinu, skoraði alls 14 stig í leiknum. Leikurinn hélst síðan jafn, staðan var 35-35 í hálfleik og finnska liðið var einu stigi yfir, 53-52, þegar lokaleikhlutinn hófst. Íslensku strákarnir áttu hinsvegar mun meira inni á lokasprettinum, skoruðu fyrst fimm stig í röð í upphafi fjórða leikhluta og gerðu síðan út um leikinn með því að skora sjö stig í röð og koma muninum upp í 10 stig, 62-72. Að lokum skildu 11 stig liðin af. Arnþór Guðmundsson og Haukur Óskarsson fóru fyrir íslenska liðinu í stigaskoruninni og skoruðu saman 41 stig en annars er sama hvar komið er niður í liðinu, hver einasti leikmaður liðsins hefur mikilvægt hlutverk og sinnir því vel. Þorgrímur Björnsson og Trausti Eiríksson voru gríðarlega öflugir í fráköstunum, Ægir Þór Steinarsson er spila geysivel fyrir liðið og menn eins og Haukur Helgi Pálsson og Tómas Tómasson koma ávallt með sterka innkomu af bekknum. 16 ára strákar: Ísland-Finnland 76-65 Stigaskorið: Arnþór Guðmundsson 22 (8 fráköst, 3 stoðsendingar) Haukur Óskarsson 19 (5 fráköst) Ægir Þór Steinarsson 14 Þorgrímur Björnsson 8 (10 fráköst) Haukur Helgi Pálsson 6 (4 fráköst) Tómas Tómasson 3 Trausti Eiríksson 2 (10 fráköst) Daði Berg Grétarsson 2